Færsluflokkur: Lífstíll
27.9.2011 | 01:05
Barnabækur - útdautt fyrirbæri, eða vanmetinn fjársjóður?
Rakst á meðfylgjandi mynd við tiltektir í tölvunni. Hún er tekin um páskana og þegar ég horfði á dæturnar svona niðursokknar í tölvurnar varð mér hugsað til pistils eftir Gerði Kristnýju sem ég las fyrr í kvöld á www.visir.is sem hún kallar Bókmenntasorgin.
Dætur mínar eru fæddar á árunum 1985 - 2000. Hér á heimilinu eru til barnabækur í stöflum fyrir alla aldurshópa, ekki aðeins frá þessum árum, heldur frá því ég var lítil og stalst til að lesa fram eftir nóttu með vasaljós undir sænginni; Ævintýrabækurnar, Fimmbækurnar Nancybækurnar, Öddubækurnar og allar hinar.
Ég velti því oft fyrir mér hvort ég eigi ekki að selja eða hreinlega gefa allar þessar barnabækur, sem virðast gera lítið annað en safna ryki núorðið. Því miður hafa afleggjararnir ekki erft lestraráhugann, nema ef vera skyldi sú yngsta; það er bara svo margt annað sem fangar hugann. Ætli ég haldi ekki í bækurnar aðeins lengur - hver veit nema bókalestur verði einhvern tíma "in" aftur. Eða hvað?
Einu sinni dundaði fólk sér við lestur og spilamennsku á frídögum eins og jólum og páskum. Nú er það facebook, youtube, þáttaáhorf, leikir o.s.frv. - allt á tölvu/flatskjánum.
Ég er sjálf búin að eiga Kindle rafbók í nokkur ár, sem ég nota mikið. Hún kemur samt aldrei í staðinn fyrir þá yndislegu upplifun að lesa góða íslenska bók um jólin!
Ætli foreldrar framtíðarinnar lesi fyrir börnin fyrir svefninn - af Ipad?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 23:50
Þingvallasýning í Ráðhúsinu
Föstudaginn 11. júní opnar í Tjarnarsal Ráðhússins ljósmyndasýningin Þingvellir í Fókus. Þar eru til sýnis og sölu 52 myndir sem allar eru teknar á Þingvöllum og við Þingvallavatn. Flestar eru úr þjóðgarðinum m.a. má sjá myndir af Valhöll á mismunandi árstímum og ýmsar útgáfur af Öxarárfossi.
Það eru 27 félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem eiga myndir á þessari sýningu, en þetta er 19 sýning félagsins, sem var stofnað 1999. Það er ótrúleg fjölbreytni í myndum á sýningunni, þrátt fyrir að allar séu þær teknar á þessum sama stað. Nálgun ljósmyndaranna á sama viðfangsefni er mjög mismunandi en lagt var upp með að allar myndirnar væru teknar í grennd við Þingvallavatn.
Ég hvet þig til að líta við í Ráðhúsinu og skoða sýninguna okkar. Einnig að benda erlendum ferðamönnum á hana. Sl. sumar, á 10 ára afmæli félagsins, héldum við veglega sýningu sem bar yfirskriftina Allt í Fókus. Það var gríðarleg aðsókn og erlendir ferðamenn sýndu myndum úr íslensku náttúrunni mikinn áhuga.
Myndirnar mínar á sýningunni:
Þessi mynd er af Sandey, tekin frá Grafningsveginum.
Haustlitir. Tekin í Hestvík við sumarbústað fjölskyldunnar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2010 | 14:19
Þululaust RÚV!
Gott kvöld góðir landsmenn.
Einu sinni var ég þula hjá Sjónarpinu. Nær allan níunda áratug 20. aldarinnar kynnti ég dagskrána fyrir landsmönnun. Þegar ég hóf störf var ekkert sjónvarp allan júlímánuð! Það var heldur ekkert sjónvarp á fimmtudögum "í gamla daga". Ég man eftir auglýsingum um fyrstu myndbandstækin sem hvöttu fólk til að taka upp dagskrána og horfa svo á hana á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kvöldsins var líka "örstutt" þegar ég byrjaði að kynna hana, en lengdist fljótlega á árunum mínum við kynningar. Það var heldur engin samkeppni, fyrr en 1986 þegar Stöð 2 hóf útsendingar.
Þulurnar voru heimilis"vinir" allra landsmanna. Hvert einasta mannsbarn þekkti á okkur andlitið. Enn í dag fæ ég spurninguna "varst ekki einusinni þula?" Samt eru 20 ár síðan ég kynnti síðast dagskrána. Ég held að ég sé yngsta þulan sem ráðin hefur verið, rétt rúmlega tvítug og það voru að mig minnir um áttatíu manns sem fóru í inntökupróf og viðtal fyrir starfið :) Starfið var og hefur alltaf verið eftirsóknarvert. Laun voru samt alls ekkert góð. Þetta var bara svo "þægileg" aukavinna.
Þegar ég frétti að til stæði að hætta með þulurnar var fyrsta hugsunin "jæja, á loksins að láta verða af því". Það var nefnilega mikið talað um þetta þegar ég var þula. Meira að segja átti að láta reyna á það. Okkur var öllum sagt upp - en svo var hætt við og við beðnar að koma aftur. Sumar tóku því tilboði - en aðrar okkar sögðu nei takk. Þá byrjaði td. Rósa Ingólfs að kynna og setti sinn skemmtilega, umdeilda svip á kynningarnar. Það voru eingöngu konur í þessu starfi öll árin sem ég var þarna. Við urðum ágætis vinkonur og hittumst ásamt fleiri góðum samstarfskonum í mörg ár eftir að við hættum að kynna. Þuluárin hjá RÚV voru alveg yndisleg. Fullt af frábæru samstarfsfólki; margt hafði verið hjá Sjónvarpinu frá upphafi. Það var nánast eins og stórfjölskyldu-samkunda þegar við hittumst utan vinnunnar.
Það er gaman að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlunum núna á þessum tímamótum. Ég hlustaði t.d. á viðtal við Katrínu og Rósu Ingólfs í morgunútvarpinu í morgun. Allir virðast hafa skoðanir á þessu máli - með eða á móti. Ég er hissa á að RÚV skuli ekki hafa hætt með þulur fyrir löngu. Fyrstu árin fólst þularstarfið ekki eingöngu í því að lesa dagskrána - tæknin var ekki upp á marga fiska miðað við í dag og oft þurftum við að lesa alls kyns tilkynningar sem berast þurftu landsmönnum. Rósa sagði í viðtalinu í morgun að við ættum að halda sérstöðu okkar og halda áfram með þulurnar, heimilisvini margra landsmanna. Mín skoðun er að löngu sé kominn tími á kveðjustund. Mæli með því að það fjármagn sem sparast við brotthvarf þulanna verði nýtt til innlendrar dagskrárgerðar.
Dagskránni er lokið, góða nótt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2009 | 11:52
Kíktu í Kringluna 12.-26. september
og skoðaðu ljósmyndir eftir 56 íslenskar konur sem sýna kvenleika og karlmennsku.
http://www.flickr.com/groups/photos-by-icelandic-women/
Ég stofnaði þennan hóp í nóvember 2006. Í upphafi var hann frekar fámennur, en fljótlega fór meðlimum að fjölga og í dag erum við rúmlega 600. Konurnar eru á öllum aldri, allt frá grunnskólastúlkum upp í ellilífeyrisþega. Allar hafa óbilandi áhuga á ljósmyndun, sem tengir okkur saman óháð aldri og búsetu, en margar kvennanna búa víðsvegar um heiminn. Nokkrar eru lærðir ljósmyndarar eða eru í námi, en flestar eru áhugaljósmyndarar. Innan hópsins er starfandi öflug ferðanefnd og við förum saman í skipulagðar ljósmyndaferðir nokkrum sinnum á ári. Þær eru auglýstar á heimasíðu grúppunnar, þar sem einnig fara oft fram fjörlegar og gagnlegar umræður um ljósmyndatengd mál.Fljótlega eftir að hugmyndin að þessari ljósmyndasýningu kom upp varð ljóst að margar vildu vera með. Þátttakendur eru þverskurður af konunum í hópnum; á öllum aldri, búsettar um allt land og erlendis.
Fyrsta ljósmyndaferð Konugrúbbunnar
Þema sýningarinnar markast nokkuð af því að hér er á ferðinni konusýning. Við vildum þó ekki vera það sjálfhverfar að sýna einungis kvenleika þannig að karlmennskan var tekin með J. Það er mikil fjölbreytni í myndavali en myndirnar sýna túlkun ljósmyndarans á hugtökunum kvenleiki og karlmennska. Í sumum myndanna er þessum hugtökum blandað mjög skemmtilega saman.
Vetrarferð 2009
Þetta er fyrsta samsýning hópsins og jafnframt fyrsta opinbera ljósmyndasýningin sem margar þessara kvenna taka þátt í en við köllum okkur stundum Flikkrurnar þar sem við tengjumst í gegnum flickr.com.
Í Grafningnum sumarið 2008
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 01:59
27. júlí er runninn upp...
og fésbókarvinir og bloggarar keppast við að minna á spádómana fyrir þennan merkisdag. Jarðskjálfti og/eða eldgos... ???
Í nýjasta tölublaði Vikunnar er viðtal við konu sem ekki aðeins nefnir dagsetningu heldur tímasetningu líka. Hún segist hafa séð skjálfta fyrir áður og jafnvel varað við þeim. Athyglisvert og skemmtilegt viðtal en... hvað nú ef enginn skjálfti kemur og ekkert gos...og bara ekkert?? Þá er ég ansi hrædd um að einu skjálftarnir verði aulahrollar sem hríslast um þá sem á trúðu.
EN HVAÐ EF spáin rætist nú og jörðin tekur að skjálfa??? Við gætum þá heldur betur nýtt okkur þennan hæfileikaríka Íslending. Leitað svara við ýmsum spurningingum sem gætu hjálpað þeirri þurfandi þjóð sem sem hér kúrir í kreppuástandi. Spádómar gætu jafnvel orðið næsta útflutningsvaran okkar og skapað þannig betri gjaldeyrisstöðu.
Ja, ég spái því allavega að sólin komi upp í fyrramálið og setjist annað kvöld en hvort við munum hristast eitthvað eða skjálfa áður en nýr dagur rís...kannski maður færi kristalinn á öruggan stað
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 20:55
Ljósmyndasýningin Allt í Fókus opnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Þar sýna 30 félagar mínir í Fókus, 100 ljósmyndir. Sýningin er hin glæsilegasta, en þemað var ALLT, þe. sýnendur höfðu alveg frjálsar hendur með val á myndefni. Fjöldi fólks mætti við opnunina í dag og virtust gestir vera mjög ánægðir með sýninguna.
Ein af myndunum mínum á sýningunni.
Ég hef verið félagsmaður í Fókus sl. tvö ár og er nú að hefja annað starfsárið í sýningarnefnd félagsins. Þar sem um afmælissýningu er að ræða buðum við upp á veglegar veitingar og fékk ég yngri dæturnar til að aðstoða við veitingamálin. Heiðdís mín stóð sig með stakri prýði, skenkti í glös og fyllti á bakka :)
Ég hvet þig til að kíkja við í Tjarnarsalnum við tækifæri og skoða sýninguna, en ég á þar fjórar myndir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2009 | 02:13
It is true!
Bara gaman að við náðum öðru sætinu. Það var nú ekki mikið spennandi að fylgjast með stigagjöfinni hvað fyrsta sætið varðaði en þeim mun meiri spenna með 2. sætið. Jóhanna stóð sig líka ótrúlega vel og reyndar allir íslensku flytjendurnir. Sviðsmyndin fannst mér flott, nema þessi hoppandi höfrungur og seglskútan - hvað var það eiginlega?
Evróvisjón er þetta sjónvarpsefni sem allir hafa skoðanir á og meira að segja þeir sem lýsa algjöru frati á keppnina tjá sig samt um hana og horfa örugglega margir þó þeir vilji ekki viðurkenna það :) Það eru auðvitað ótal hlutir sem hægt er að fjasa yfir þegar svona keppni er annars vegar en ég er alsæl með hvað okkar litla landi gekk vel í ár. Til hamingju Ísland
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá mæli ég með því að þú lítir við í Smáralindinni á tímabilinu 21. nóvember til 14. desember og skoðir ljósmyndasýninguna RAUTT Í FÓKUS.
Það eru 32 félagar úr Fókus sem sýna þar myndir og er meginliturinn í þeim öllum rauður. Aðventan er að ganga í garð og rautt er jú alltaf jólalegur litur, en hann er líka hressandi og upplífgandi og við vonum að þessi sýning muni létta öllum lundina, sem á horfa. Myndirnar eru eins ólíkar og þær eru margar þó í þeim öllum sé rauður litur í aðalhlutverki. Góða skemmtun og njóttu vel
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 00:41
Nú árið er liðið...næstum því...frá aðgerðinni
Arg...ég var sko búin að skrifa hér langa færslu með allskyns "updeiti" hvað Heiðdísi Maríu varðar, en þetta blogg var jú upphaflega stofnað vegna aðgerðarinnar sem hún fór í fyrir ári. Haldiði að ég hafi ekki misst allt út áður en ég náði að vista.
Allavega - það gengur bara allt þrusuvel ennþá. Rita aðra færslu fljótlega en þangað til eru hér nokkrar myndir af Heiðdísi Maríu, sem er í rússibana-reisu á leið inn í unglingsárin.
Þessa tók ég fyrir sýningu sem verður í Smáralind fljótlega og kallast Rautt í Fókus. Ætla reyndar ekki að nota hana heldur aðra sem er líka af Heiðdísi.
Hún er svo mikil dramadrottning - ótrúlegar pósur og gaman að nota hana sem módel.
Munum svo að BROS GETUR DIMMU Í DAGSLJÓS BREYTT og ég mæli með því að POLLÝANNA verði skyldulesning í skólum landsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 20:29
Myndir og meira
Það er mikið rætt og ritað um efnahagsmálin á Ísland í dag og furðar engan. Núna var td. verið að sýna mjög athyglisverðan Kompásþátt á Stöð 2. Ég sleppi því að bæta í þetta haf umræðna hér í bloggheimum, nema hvað ég vil þó segja að ég er ánægð með að fá konur við stýrið í brúnni hjá bönkunum. Við konur höfum nefnilega doktorspróf í því að hreinsa upp draslið og kyssa á bágtið.
Ég fór í gönguferð um helgina í Mosó og tók þá ma. þessa mynd, sem mér finnst vera nokkuð lýsandi fyrir efnahagslífið á Íslandi í dag og ég kalla
ALLT Í FLÆKJU
Staurarnir brotnir, vírarnir beygðir, bognir og í flækju - og svo hlykkjast um þetta allt ryðgaður gaddavír.
En staura má rétta við, greiða úr flækjum og fjarlægja ryð.
Á tímum sem þessum er mikilvægt að muna eftir kærleikanum og knúsast - eins og þessar krúttlegu gulrætur sem komu upp úr garðinum hjá mér um helgina.
Knús frá mér til þín :)
Lífstíll | Breytt 24.1.2009 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar