Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þá er komið að því

að fjarlægja stálspöngina  úr brjóstkassa Heiðdísar Maríu. Aðgerðardagur hefur verið ákveðinn 7. desember.

Það stóð fyrst til að gera þetta ekki fyrr en eftir áramót, en þar sem daman hefur verið með ansi mikla verki um tíma við festingar öðrum megin, ákvað Bjarni læknir að drífa bara í þessu - enda þrjú ár liðin, sem er sá tími sem miðað er við. Þessi aðgerð er eins og gefur að skilja töluvert minni en sú fyrri og þarf hún jafnvel ekki að vera nema eina nótt á spítalanum. Svo kemur bara í ljós hversu langan tíma tekur að jafna sig á eftir.

 Situr í fyrsta skipti eftir aðgerð

Þessi mynd er tekin í desember 2007, þegar Heiðdís settist upp í fyrsta skipti eftir aðgerðina.

 Það er kannski þversögn í því - en Heiðdís María hlakkar þvílíkt til að fara í þessa aðgerð ... og nú er bara tæp vika í það. Whistling

Heiðdís - portrait

Litla 12 ára stelpan sem fór í aðgerðina 2007 er orðin 15 ára unglingur 

Það er því alveg ljóst að upphaf aðventunnar mun ætíð minna á Barnaspítalann... læt ykkur fylgjast með.

 

 


Heiðdís María fermist borgaralega

Fimmtugsafmæli, ferming, kosningar o.fl.ofl. hefur skautað hjá á fullri ferð síðan ég bloggaði síðast.  Heiðdís María fermdist borgaralega við hátíðlega athöfn sl. sunnudag.  Hún var náttúrulega alveg eins og ævintýraprinsessa þennan dag í glitrandi kjól með fallega hárgreiðslu.

 img_7529_spot_light.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af hópnum sem hún fermdist með - síðari athöfnin sunnudaginn 26. aprí. Það voru um 100 börn sem létu ferma sig borgaralega í ár og ég er alveg fullkomlega sátt við þá ákvörðun Heiðdísar að vilja hafa þennan háttinn á. 

 

img_7215hopmynd.jpg

 

 

 

 

 

 

Við urðum vissulega vör við smá fordóma frá einstaka persónum, en ef satt skal segja var ég sjálf með efasemdir um þessa athöfn fyrir um áratug síðan þegar Guðný var að fermast. Eftir að hafa kynnt mér málin og ma. komist að því að hugtakið ferming á alls ekki bara við í kristinni trú og er í raun eldra heldur en kristindómurinn, hurfu þessar efasemdir eins og dögg fyrir sólu. Krakkarnir sækja tólf vikna námskeið þar sem fram fer fræðsla sem er alveg tær snilld að mínu mati. Ef þú vilt kynna þér þetta nánar er upplýsingar að fá hjá http://sidmennt.is

img_7390andlit_inni.jpg

Það hafði staðið til að halda veisluna heima, en fyrir aðeins örfáum vikum tókum við þá ákvörðun að færa hana út í bæ. Eftir smá leit duttum við niður á þennan fína stað hér í bænum - sveitakrána Áslák!LoL Að morgni fermingardagsins var staðurinn tekinn í extreme makeover. Borð dúkuð, bleikt og fjólublátt skraut út um allt, kerti og blóm og bingó - kráin orðin að kósílegum stað fyrir veisluna sem um 40 manns komu í.

 p4260052_841532.jpg 

Þegar heim var komið tók við myndataka, en fyrst opnaði skvísan gjafirnar. Voða lukkuleg með allt sem kom upp úr pökkunum. 

img_7359.jpg            sv_m_m_og_pimg_7325.jpg

c_users_owner_pictures_hei_dis_fermingarmyndir_img_7467.jpg

 

 Sl. fimmtudag fór mín svo á fjármálanámskeið sem haldið var í HR fyrir fermingarbörn í boði Íslandsbanka. Hún var nú ekki alveg að "fíla" það að fara "til hvers þarf ég að hlusta á eitthvað fjármálakjaftæði í 3 klukkutíma!!" en þegar ég sótti hana var hún bara hin ánægðasta með kvöldið.

 Hér eru svo að lokum nokkrar myndir sem ég tók föstudagskvöldið fyrir ferminguna. Heiðdís stakk sjálf uppá því að við tækjum útimyndir í fjörunni um sólarlagsbil. Það var skítakuldi þó veðrið væri fallegt, en það er ekki á fyrirsætunni minni að sjá Cool

hei_d_017_i_fjoru_-_litil.jpg              hei_d_025.jpg

hei_d_015_andlit_litu_841541.jpg

 

 

 

 

 


Unglingurinn Heiðdís María

hefur það alveg "geggjað" gott.

Ég var búin að lofa ykkur "updeiti" kæru vinir, vandamenn og blogglesarar, sem fylgdust með aðgerðinni fyrir ári. Frúin frekar sein í þessu en hér kemur bloggfærsla þar sem ekkert er talað um kreppu eða pólitík Tounge

Veturinn er kominn minnkuð

Skvísan er náttúrulega bara flottust (sjá fleiri myndir hér í fyrri færslum) Hún hefur reyndar á sl. ári 2svar fengið slæma verki í eða við festinguna á spönginni - en sem betur fer hefur það jafnað sig fljótlega (með smá hjálp frá ibofeni og panodil). Hún er búin að vera á fullu í leiklist og tekur þátt í öllum íþróttum og sundi. Var eins og dolla í stórsjó á trambolíninu í sumar, svo mikið að mér varð oft nóg um og fann hreinlega til í bringunni við að horfa á hanaBlush

Nú er 8. bekkurinn hálfnaður og henni gengur bara vel í skólanum. Nokkuð kærulaus finnst okkur foreldrunum þegar kemur að heimanáminu, en einhvernveginn kemst þetta allt inn í kollinn á henni. Eins og gengur hjá mörgum á þessum aldri er hún mjög upptekin af útlitinu og klæðaburði - litla systir á það til að kalla hana fröken meikdollu þegar verið er að rífast eitthvað.

Nú eru fermingarnar framundan og ákvað Heiðdís fyrir nokkuð löngu að hún vildi ekki fermast í kirkju. Var á tímabili á því að fermast ekkert en afturá móti hefur hún ákveðið að fermast borgaralega og sækir nú fermingarfræðslutíma hjá Siðmennt einu sinni í viku. Alveg brill fræðsla finnst mér - lífsleikni og lífsins gagn og nauðsynjar sem ætti að búa þau vel undir árin framundan. Stóri dagurinn er svo 26. apríl í Háskólabíói. Ég held að hún sé eina stelpan í skólanum sem ekki ætlar að fermast í kirkju. Í fyrstu var hún ákveðin í að sleppa veislu - og fara frekar til Flórída í frí, en sú ferð verður nú að bíða aðeins betri (og gengishagstæðari) tíma. Við stefnum að því að halda smá teiti fyrir okkar nánustu á fermingardaginn.

Heiðdís er náttúrulega komin með facebook síðu eins og þorri þjóðarinnar (og við öll í fjölskyldunni reyndar líka - nema Elín KatrínWink) Undirrituð á það til að gleyma sér við fésbókarlestur, sem er auðvitað ekkert annað en helv. tímaþjófur. Etv. ein ástæða þess hve ég heimsæki bloggið orðið sjaldan.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi svona aðgerð á innfallinni bringu (pectus excavatum) þá er um að gera að hafa samband. Eins bendi ég á bloggfærslur frá nóv-des 2007.

064 heiðdís með hatt

 


Nú árið er liðið...næstum því...frá aðgerðinni

Arg...ég var sko búin að skrifa hér langa færslu með allskyns "updeiti" hvað Heiðdísi Maríu varðar, en þetta blogg var jú upphaflega stofnað vegna aðgerðarinnar sem hún fór í fyrir ári. Haldiði að ég hafi ekki misst allt út áður en ég náði að vista. Angry

Allavega - það gengur bara allt þrusuvel ennþá. Rita aðra færslu fljótlega en þangað til eru hér nokkrar myndir af Heiðdísi Maríu, sem er í rússibana-reisu á leið inn í unglingsárin.

hm

Þessa tók ég fyrir sýningu sem verður í Smáralind fljótlega og kallast Rautt í Fókus. Ætla reyndar ekki að nota hana heldur aðra sem er líka af Heiðdísi.

Veturinn er kominn minnkuð

Hún er svo mikil dramadrottning - ótrúlegar pósur og gaman að nota hana sem módel.

052 hm m. rós

Munum svo að BROS GETUR DIMMU Í DAGSLJÓS BREYTT og ég mæli með því að POLLÝANNA verði skyldulesning í skólum landsins.Smile


ÝKT KOMINN YFIR ÞIG - frábær skemmtun

Ég fór á frumsýningu í gærkvöldi á leikritinu Ýkt kominn yfir þig, eftir Mark Ravenhill, í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þetta er alveg einstaklega vel heppnuð og skemmtileg sýning. Leikararnir eru flestir á aldrinum 13-16 ára og hafa verið við æfingar undanfarnar vikur, í tengslum við leiklistarnámskeið. Leikstjórar eru tvær ungar konur, Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild, og það er alveg ótrúlegt hvað þeim hefur tekist vel að vinna með þessa krakka, en það eru um 30 leikarar í sýningunni. Agnes aðlagaði verkið fyrir hópinn en Guðný María Jónsdóttir þýddi.

Mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla þó hún höfði kannski mest til unglinga. Frábær tónlist, dans og söngur. Reyndar er spurning hversu unga krakka á að leyfa í salinn. Textinn er smá "grófur" öðru hvoru, eða eins og Elín Katrín 8 ára dóttir mín sagði eftir sýninguna: þetta var svona pínu "dónó". Blush

Næstu sýningar eru laugardag 30.8. kl. 16, miðvikudag 3.9. og fimmtudag 4.9. kl. 20.

http://mos.is/default.asp?sid_id=1100&tId=2&fre_id=75941&meira=1&Tre_Rod=001|001|&qsr

 

Ég læt fylgja hér nokkrar myndir frá frumsýningunni.

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 023        Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 037      Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 050

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 025Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 011

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 071           Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 094

   Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 060

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 097

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 109         Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 101

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 113    Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 165

 

 

 Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 187                              Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 186

 

 

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 144

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 189

 


Sumarið er komið...

 og nú vilja börnin fá að vera úti eins lengi og "lögin" kveða á um....eða þannig. Heiðdís María hefur minnt okkur foreldrana á það mjög reglulega undanfarnar vikur að nú megi hún sko vera úti til miðnættis á kvöldin. "Útivistarreglurnar segja til tólf" er hennar svar,  þegar hún er beðin um að koma heim kl. 11. Hún er líka með það alveg á hreinu að það er árið sem skiptir málir, ekki afmælisdagurinn. Hún verður nefnilega ekki 13 ára fyrr en í desember. Auðvitað gegnir hún nú og kemur heim á þeim tíma sem henni er settur...enda ekki við hæfi að 12 ára komi heim EFTIR að mamma er sofnuð á kvöldin....Tounge

Hún Maddý blogg- og flickr-vinkona mín var að fjalla um þennan teljara í síðustu færslunni sinni og að sjálfsögðu VARÐ ég að prófa hann líka. Sniðugt dæmi.


Fyrir og eftir í Ráðhúsinu

 fer hver að verða síðastur að skoða skemmtilega ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu. Við erum þar hópur félaga úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem sýnum myndir. Þemað að þessu sinni er Fyrir og eftir. Nálgunin er mjög mismunandi - en ég ákvað að sýna myndir af sömu persónum, teknar fyrir og eftir aldamót. Fyrri myndin er tekin árið 1999 á heitum sumardegi í Minnesota. Sú seinni sýnir stelpurnar í svipuðum stellingum við Hafravatn á köldum vetrardegi 2008. Þetta eru Heiðdís María (sem þetta blogg var upphaflega stofnað fyrir) og vinkona hennar Íris Fanney.

mosaic1496643

Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. apríl.

Hafið það sem allra best um helginaWink


Útskrifuð - næstu 3 árin!

, svona líður tíminn - allt í einu kominn febrúar og engin færsla hér í rúman mánuð. Þetta blogg var upphaflega stofnað til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með Heiðdísi Maríu í tengslum við aðgerðina sem hún fór í 30. nóvember sl. Nú er daman útskrifuð - næstu þrjú árin! Já, hún á að koma aftur eftir 3 ár og þá mun spöngin verða fjarlægð úr brjóstkassanum.

Batinn gengur vel. Hún hefur tvisvar heimsótt sjúkraþjálfara, sem er mjög ánægður með framfarirnar. Einnig var Bjarni læknir ánægður með hana við útskrift, í byrjun janúar. Hún fékk smá æfingaprógram hjá sjúkraþjálfaranum, sem ætlað er til að styrkja þá vöðva sem verið hafa í "afslöppun". Reyndar er mín bara farin að skella sér í leikfimi og sund í skólanum SmileSumt þarf hún reyndar að varast til að byrja með, sérstaklega harkalegar hópíþróttir en kennararnir eru með allt á hreinu og leyfa henni að stjórna þjálfuninni í samræmi við getu. Það þurfti smá átak til að komast á réttan kjöl hvað námið varðaði, en eins og þeir sögðu í Eyjum í den: þetta kemur allt með kalda vatninu!:)

Heiðdís og fjölskylda þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með, fyrir góðar kveðjur og óskir. Bless í bili :)

 

IMG_4674 037

Daglegt líf

Í gær var hálfur mánuður liðinn frá aðgerð á Heiðdísi.  Hún finnur enn mikið til - en tekur verkjalyf reglulega.  Í fyrstu átti hún erfitt með að setjast sjálf upp í rúminu og þarf stundum enn hjálp við það. Finnst gott að hafa fullt af koddum á bak við sig.

Í gærdag bökuðum við smákökur og Heiðdís pakkaði inn jólagjöfum.

Í gærkvöldi fór hún í fyrsta skipti út eftir spítaladvöl. Ekki var það nú lengra en í sjoppuna, þar sem keyptur var ís og leigður diskur.

 Í nótt vaknaði ég við að hún var að kveinka sér mjög mikið. Þá hafði hún sofnað á bakinu og snúið sér á hægri hliðina, en þar er spöngin saumuð við rifbein. Miklir verkir hjá henni, en tók pillu og náði að sofa lengi í morgun.

Núna er hún farin með pabba í smá jólastúss og jólagjafakaup. Hún var eitt sólskinsbros, enda búin að hlakka til alla vikuna. Litla systir "ógeðslega" fúl hér heima að fá ekki að fara með - en nú er tími leyndó-kaupa.

Í kvöld er ætlunin að skreyta jólatréðSmile

Á manudaginn förum við til sjúkraþjálfara í Hafnarfirði. Hann er víst sérfræðingur í þjálfun fólks eftir svona aðgerð.

Góða helgi!

 


Helgin 8.- 9.des

Dagar nr. 9 og 10 í dvöl okkar á Barnaspítala Hringsins eru nú liðnir. Helgin gekk ágætlega. Það var reglulega minnkuð morfíndeyfingin en afnframt aukið við verkjalyf í töfluformi. Hún fann að sjálfsögðu meira til - eftir því sem deyfing minnkaði. Seinni part sunnudags var svo "leggurinn" dreginn úr bakinu á Heiðdísi. Vei!Happy slöngulaus og naut  frelsisins með því að fara í smá gönguferð um húsið með pabba og Elínu. Prófaði stigana, en ég hef svona smá áhyggjur af því hvernig stigarnir heima muni leggjast í hana. Sjálfsagt óþarfa áhyggjur. Errm Allavega gekk þessi prufuferð ágætlega.

Enginn hefur lagst inn á stofuna með okkur síðan unglingurinn var flutt á einkastofu. Þvílíkur munur. Sleeping Ég gæti haft mörg og löng orð um það sem ég kalla "hönnunarslys" en læt það bíða betri vettvangs. Verð þó að segja að það er með ólíkindum að ekki hafi verið byggður barnaspítali, í upphafi 21. aldarinnar,  með einkastofum að megninu til!

Það hefur verið töluverður gestagangur til Heiðdísar um helgina. Nokkrar skólasystur hafa komið, tvær og tvær saman. Svo komu afi Bembi, Heiður og Rúna, afi Jón og amma Gugga og Ásdís og Laufey kíktu á sunnudagskvöld. Þær höfðu meðferðis nýbakaðar súkkulaðibita-smákökur sem Halli hafði bakaðW00tMmmmm. Já, það eru víst að koma jólSmile

Þegar þetta er skrifað er kominn mánudagur. Heiðdís sofnuð í sjúkrarúminu í 10. sinn.   Á morgun er heimferð. Þrátt fyrir nokkrar erfiðar stundir hefur allt gengið ótrúlega vel. Mikið óskaplega held ég þó að margir yrðu glaðir ef matseldin yrði hækkuð á örlítið hærra plan hér....jafnvel bara miklu hærra. Shocking Heiðdís hefur sjaldnast haft lyst á matnum. Það hefur mikið verið borðað af brauði - og tvisvar pantaðar pizzur. Á laugardagskvöldið sendi hún pabba sinn á MacDonalds og í kvöld fór ég á BSÍ og keypti laxabrauð handa dömunni. Það er "full service" á svæðinu LoL fyrir sjúklinginn!!!

Læt ykkur að fylgjast með hvernig heimferð gekk og batinn gengur.

IMG_2701

Magnea og Sandra komu

í heimsókn á föstudagskvöld


Næsta síða »

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 31080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband