Færsluflokkur: Lífstíll
23.8.2008 | 21:01
Áfram Ísland!
Gleðilega Menningarnótt, þið sem ekki eruð í bænum, heldur sitjið við tölvuna og lesið þetta Ágústmánaðar 2008 verður örugglega minnst í sögubókum fyrir velgengni Íslands á Ólympíuleikunum.
Hér er ein soldið þjóðleg mynd og blóm handa strákunum í Kína. Ég er orðin ansi spennt fyrir úrslitaleikinn. Meira að segja dömurnar litlu á heimilinu vilja láta vekja sig í fyrramálið!
Góða nótt og góða skemmtun í fyrramálið ef þú ætlar að horfa :)
Áfram Ísland.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég bauð yngstu dótturinni með mér í Mosfellsbakarí eftir skóla. Þar lágu á afgreiðsluborðinu stórskemmtileg póstkort sem minntu á að 6. maí er MEGRUNARLAUSI dagurinn. Ekki hafði ég nú hugmynd um að þessi dagur væri til. Mér leið hins vegar miklu betur með frönsku súkkulaðikökuna fyrir framan mig eftir að hafa lesið boðskap póstkortanna
Með agnarsmáu letri á bakhlið kortanna var skráð veffang samtakanna sem að þessu standa: www.likamsvirding.blogspot.com
Þar segir ma: Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Hér á eftir fara þau 10 atriði sem mátti lesa á öðru póstkortinu:
1. Ekki fá samviskubit yfir því sem þú borðar.
2. Hrósaðu einhverjum fyrir eiginleika sem kemur útliti ekkert við.
3. Gefðu föt sem passa ekki á þig í fatasöfnun.
4. Hættu að bera þig saman við aðra - þú ert einstök/einstakur.
5. Gerðu eitthvað sem þú hefur verið að fresta þangað til þú grennist.
6. Hentu blöðum sem innihalda útlitsdýrkun eða megrunarboðskap.
7. Ekki segja neitt neikvætt um líkama þinn eða annarra.
8. Njóttu þess að hreyfa þig án þess að hugsa um fitubrennslu.
9. Hlustaðu á líkama þinn. Borðaðu þegar þú ert svangur/svöng og hættu þegar þú ert saddur/södd.
10 Hugsaðu um hvað neikvæðar hugsanir um líkama þinn hafa tekið mikinn tíma frá þér. Í dag er tækifæri til að hefja nýtt líf þar sem þú elskar líkama þinn eins og hann er.
Hér eru póstkortin:
Mér finnst þetta frábært framtak Það er margt fróðlegt hægt að lesa á vefsíðunni sem ég gaf upp hér að ofan og hvet ég ykkur sem hafið áhuga á málinu að skoða hana nánar.
Með ósk um vellíðan að kvöldi alþjóðlega megrunarlausa dagsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 14:29
Gleðilegt sumar
Ég hef verið ósköp löt við að blogga undanfarið. Les þó reglulega skrif vina og renni yfir hvað iðnustu bloggararnir eru að segja. Er á námskeiði þessa dagana í photoshop og vefsíðugerð. Ofsalega gaman - en því miður lítill tími til að æfa sig :) Svo er eins og heilasellurnar séu ekki eins viðbragðsfljótar og þær voru í "gamla daga". Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég þarf að nota gleraugu í skóla....arg! En þetta eru smámunir hjá því hvað það er GAMAN að vera að læra - elska svona heilaleikfimi (hef sko ekki farið í ræktina allan mánuðinn). Ég held að það sé á margan hátt heilsusamlegra að þjálfa toppstykkið en maga, rass og læri þegar aldurinn fer að færast yfir. Ok, eða allavega sameina þessa þjálfun.
Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka veturinn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 09:22
Fyrir og eftir í Ráðhúsinu
Nú fer hver að verða síðastur að skoða skemmtilega ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu. Við erum þar hópur félaga úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem sýnum myndir. Þemað að þessu sinni er Fyrir og eftir. Nálgunin er mjög mismunandi - en ég ákvað að sýna myndir af sömu persónum, teknar fyrir og eftir aldamót. Fyrri myndin er tekin árið 1999 á heitum sumardegi í Minnesota. Sú seinni sýnir stelpurnar í svipuðum stellingum við Hafravatn á köldum vetrardegi 2008. Þetta eru Heiðdís María (sem þetta blogg var upphaflega stofnað fyrir) og vinkona hennar Íris Fanney.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. apríl.
Hafið það sem allra best um helgina
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2008 | 18:57
HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ HJÁ FÓLKI SEM GERIR SVONA??????
Elsta dóttir mín stundar nám við HÍ og sækir tíma í Ármúlanum. Hún á litla Nissan Micra bifreið. Fyrr í vetur kom hún að bílnum þannig að stór beygla var komin á bílstjórahurðina - líklegast hefur verið bakkað á hana. Í gær (föstudag) kemur hún svo að bílnum á stæðinu fyrir aftan skólann með stórskemmd á hinni framhurðinni. Það var sko enginn hurðarskellur eða aftanákeyrsla. Nei, ó nei. Það hafði einhver SPARKAÐ svona fast í hurðina. Það fer sko ekkert á milli mála þar sem vel mótar fyrir skósólanum á hurðinni. Ég læt fylgja hér með myndir af þessu.
Hvað er eiginlega að hjá fólki sem gerir svona lagað?? Er skemmdarfísn fólks engin takmörk sett? Dóttir mín er mikil rólyndismanneskja og á ekki í útistöðum við nokkurn mann. Hún var þó að vonum mikið pirruð, leið og reið, þegar hún kom heim. Því miður kallaði hún ekki til lögregluna og gaf skýrslu. Ekki að það hefði breytt nokkru. Skaðinn skeður - og sökudólgar/ur löngu flognir á brott.
Sem foreldri og uppalandi get ég ekki varist þeirri hugsun að hluti þess vanda sem blasir við okkur í þjóðfélaginu í dag er okkur - uppalendum - að kenna. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Erum við nógu dugleg að brýna fyrir börnum okkar t.d. að bera virðingu fyrir eignum sínum og annarra???? Sýnum við gott fordæmi?? Svari hver fyrir sig.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar