Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Heiðdís María fermist borgaralega

Fimmtugsafmæli, ferming, kosningar o.fl.ofl. hefur skautað hjá á fullri ferð síðan ég bloggaði síðast.  Heiðdís María fermdist borgaralega við hátíðlega athöfn sl. sunnudag.  Hún var náttúrulega alveg eins og ævintýraprinsessa þennan dag í glitrandi kjól með fallega hárgreiðslu.

 img_7529_spot_light.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af hópnum sem hún fermdist með - síðari athöfnin sunnudaginn 26. aprí. Það voru um 100 börn sem létu ferma sig borgaralega í ár og ég er alveg fullkomlega sátt við þá ákvörðun Heiðdísar að vilja hafa þennan háttinn á. 

 

img_7215hopmynd.jpg

 

 

 

 

 

 

Við urðum vissulega vör við smá fordóma frá einstaka persónum, en ef satt skal segja var ég sjálf með efasemdir um þessa athöfn fyrir um áratug síðan þegar Guðný var að fermast. Eftir að hafa kynnt mér málin og ma. komist að því að hugtakið ferming á alls ekki bara við í kristinni trú og er í raun eldra heldur en kristindómurinn, hurfu þessar efasemdir eins og dögg fyrir sólu. Krakkarnir sækja tólf vikna námskeið þar sem fram fer fræðsla sem er alveg tær snilld að mínu mati. Ef þú vilt kynna þér þetta nánar er upplýsingar að fá hjá http://sidmennt.is

img_7390andlit_inni.jpg

Það hafði staðið til að halda veisluna heima, en fyrir aðeins örfáum vikum tókum við þá ákvörðun að færa hana út í bæ. Eftir smá leit duttum við niður á þennan fína stað hér í bænum - sveitakrána Áslák!LoL Að morgni fermingardagsins var staðurinn tekinn í extreme makeover. Borð dúkuð, bleikt og fjólublátt skraut út um allt, kerti og blóm og bingó - kráin orðin að kósílegum stað fyrir veisluna sem um 40 manns komu í.

 p4260052_841532.jpg 

Þegar heim var komið tók við myndataka, en fyrst opnaði skvísan gjafirnar. Voða lukkuleg með allt sem kom upp úr pökkunum. 

img_7359.jpg            sv_m_m_og_pimg_7325.jpg

c_users_owner_pictures_hei_dis_fermingarmyndir_img_7467.jpg

 

 Sl. fimmtudag fór mín svo á fjármálanámskeið sem haldið var í HR fyrir fermingarbörn í boði Íslandsbanka. Hún var nú ekki alveg að "fíla" það að fara "til hvers þarf ég að hlusta á eitthvað fjármálakjaftæði í 3 klukkutíma!!" en þegar ég sótti hana var hún bara hin ánægðasta með kvöldið.

 Hér eru svo að lokum nokkrar myndir sem ég tók föstudagskvöldið fyrir ferminguna. Heiðdís stakk sjálf uppá því að við tækjum útimyndir í fjörunni um sólarlagsbil. Það var skítakuldi þó veðrið væri fallegt, en það er ekki á fyrirsætunni minni að sjá Cool

hei_d_017_i_fjoru_-_litil.jpg              hei_d_025.jpg

hei_d_015_andlit_litu_841541.jpg

 

 

 

 

 


Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband