Barnabækur - útdautt fyrirbæri, eða vanmetinn fjársjóður?



Tæknisystur

Rakst á meðfylgjandi mynd við tiltektir í tölvunni. Hún er tekin um páskana og þegar ég horfði á dæturnar svona niðursokknar í tölvurnar varð mér hugsað til pistils eftir Gerði Kristnýju sem ég las fyrr í kvöld á www.visir.is sem hún kallar Bókmenntasorgin.

Dætur mínar eru fæddar á árunum 1985 - 2000.  Hér á heimilinu eru til barnabækur í stöflum fyrir alla aldurshópa, ekki aðeins frá þessum árum, heldur frá því ég var lítil og stalst til að lesa fram eftir nóttu með vasaljós undir sænginni; Ævintýrabækurnar, Fimmbækurnar Nancybækurnar, Öddubækurnar og allar hinar.

Ég velti því oft fyrir mér hvort ég eigi ekki að selja eða hreinlega gefa allar þessar barnabækur, sem virðast gera lítið annað en safna ryki núorðið. Því miður hafa afleggjararnir ekki erft lestraráhugann, nema ef vera skyldi sú yngsta; það er bara svo margt annað sem fangar hugann. Ætli ég haldi ekki í bækurnar aðeins lengur - hver veit nema bókalestur verði einhvern tíma "in" aftur. Eða hvað?

Einu sinni dundaði fólk sér við lestur og spilamennsku á frídögum eins og jólum og páskum. Nú er það facebook, youtube, þáttaáhorf, leikir o.s.frv. - allt á tölvu/flatskjánum.

Ég er sjálf búin að eiga Kindle rafbók í nokkur ár, sem ég nota mikið. Hún kemur samt aldrei í staðinn fyrir þá yndislegu upplifun að lesa góða íslenska bók um jólin!

Ætli foreldrar framtíðarinnar lesi fyrir börnin fyrir svefninn - af Ipad?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband