Þululaust RÚV!

Gott kvöld góðir landsmenn.

Einu sinni var ég þula hjá Sjónarpinu. Nær allan níunda áratug 20. aldarinnar kynnti ég dagskrána fyrir landsmönnun. Þegar ég hóf störf var ekkert sjónvarp allan júlímánuð! Það var heldur ekkert sjónvarp á fimmtudögum "í gamla daga". Ég man eftir auglýsingum um fyrstu myndbandstækin sem hvöttu fólk til að taka upp dagskrána og horfa svo á hana á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kvöldsins var líka "örstutt" þegar ég byrjaði að kynna hana, en lengdist fljótlega á árunum mínum við kynningar. Það var heldur engin samkeppni, fyrr en 1986 þegar Stöð 2 hóf útsendingar.

Þulurnar voru heimilis"vinir" allra landsmanna. Hvert einasta mannsbarn þekkti á okkur andlitið. Enn í dag fæ ég spurninguna "varst ekki einusinni þula?" Samt eru 20 ár síðan ég kynnti síðast dagskrána. Ég held að ég sé yngsta þulan sem ráðin hefur verið, rétt rúmlega tvítug og það voru að mig minnir um áttatíu manns sem fóru í inntökupróf og viðtal fyrir starfið :)  Starfið var og hefur alltaf verið eftirsóknarvert. Laun voru samt alls ekkert góð. Þetta var bara svo "þægileg" aukavinna.

Þegar ég frétti að til stæði að hætta með þulurnar var fyrsta hugsunin "jæja, á loksins að láta verða af því". Það var nefnilega mikið talað um þetta þegar ég var  þula. Meira að segja átti að láta reyna á það. Okkur var öllum sagt upp - en svo var hætt við og við beðnar að koma aftur. Sumar tóku því tilboði - en aðrar okkar sögðu nei takk. Þá byrjaði td. Rósa Ingólfs að kynna og setti sinn skemmtilega, umdeilda svip á kynningarnar. Það voru eingöngu konur í þessu starfi öll árin sem ég var þarna. Við urðum ágætis vinkonur og hittumst ásamt fleiri góðum samstarfskonum í mörg ár eftir að við hættum að kynna. Þuluárin hjá RÚV voru alveg yndisleg. Fullt af frábæru samstarfsfólki; margt hafði verið hjá Sjónvarpinu frá upphafi. Það var nánast eins og stórfjölskyldu-samkunda þegar við hittumst utan vinnunnar.

Það er gaman að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlunum núna á þessum tímamótum. Ég hlustaði t.d. á viðtal við Katrínu og Rósu Ingólfs í morgunútvarpinu í morgun. Allir virðast hafa skoðanir á þessu máli - með eða á móti. Ég er hissa á að RÚV skuli ekki hafa hætt með þulur fyrir löngu. Fyrstu árin fólst þularstarfið ekki eingöngu í því að lesa dagskrána - tæknin var ekki upp á marga fiska miðað við í dag og oft þurftum við að lesa alls kyns tilkynningar sem berast þurftu landsmönnum. Rósa sagði í viðtalinu í morgun að við ættum að halda sérstöðu okkar og halda áfram með þulurnar, heimilisvini margra landsmanna. Mín skoðun er að löngu sé kominn tími á kveðjustund. Mæli með því að það fjármagn sem sparast við brotthvarf þulanna verði nýtt til innlendrar dagskrárgerðar.

Dagskránni er lokið, góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman af þessari frásögn þinni Gúnna.

Þegar ég sagði frá fyrirkomulaginu með sjónvarpið okkar í Englandi á sínum tíma, fannst fólki þetta afar fyndið.  Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og allur júlí sjónvarpslaus.

Eldra fólk sem ég þekkti var með keppni fyrir hvert sjónvarpskvöld um hver yrði þula kvöldsins - þannig að starfið ykkar hefur haft víðtæk áhrif.

Gaman væri að sjá upptökur af þér á þessu tímabili.

Bestu kveðjur

frá Sibbu

Sigurbjörg Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:11

2 identicon

Ert þú ekki þulan í Lottóinu,!Þarf nokkuð að hafa sjáanlega þulu þar.?

Númi (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér fannst þetta einkenna RÚV svo mikið, að hafa þulurnar, persónulega hefðu þau mátt halda þeim og segja frekar upp leiðinlegu þáttunum sínum..

Ég meina, hver á að opna jóladagatalið fyrir krakkana þegar kemur að því?? Ég held að þeir hafi ekki hugsað svo langt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2010 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 31103

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband