Þingvallasýning í Ráðhúsinu

Föstudaginn 11. júní opnar í Tjarnarsal Ráðhússins ljósmyndasýningin Þingvellir í Fókus. Þar eru til sýnis og sölu 52 myndir sem allar eru teknar á Þingvöllum og við Þingvallavatn. Flestar eru úr þjóðgarðinum m.a. má sjá myndir af Valhöll á mismunandi árstímum og ýmsar útgáfur af Öxarárfossi. 

Það eru 27 félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem eiga myndir á þessari sýningu, en þetta er 19 sýning félagsins, sem var stofnað 1999. Það er ótrúleg fjölbreytni í myndum á sýningunni, þrátt fyrir að allar séu þær teknar á þessum sama stað. Nálgun ljósmyndaranna á sama viðfangsefni er mjög mismunandi en lagt var upp með að  allar myndirnar væru teknar í grennd við Þingvallavatn.

Boðskort Fókus

Ég hvet þig til að líta við í Ráðhúsinu og skoða sýninguna okkar. Einnig að benda erlendum ferðamönnum á hana. Sl. sumar, á 10 ára afmæli félagsins, héldum við veglega sýningu sem bar yfirskriftina Allt í Fókus.  Það var gríðarleg aðsókn og erlendir ferðamenn sýndu myndum úr íslensku náttúrunni mikinn áhuga.

Myndirnar mínar á sýningunni:

Sandey Lítil, Gúnna

 

 

 

 

 

Þessi mynd er af Sandey, tekin frá Grafningsveginum. 

 

Guðmunda haust lítil

Haustlitir. Tekin í Hestvík við sumarbústað fjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mjög flott Gúnna mín, ég er alltaf jafn ánægð með þessa sem ég keypti af þér um árið.

Til hamingju með sýninguna.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.6.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband