Fyrir og eftir í Ráðhúsinu

 fer hver að verða síðastur að skoða skemmtilega ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu. Við erum þar hópur félaga úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem sýnum myndir. Þemað að þessu sinni er Fyrir og eftir. Nálgunin er mjög mismunandi - en ég ákvað að sýna myndir af sömu persónum, teknar fyrir og eftir aldamót. Fyrri myndin er tekin árið 1999 á heitum sumardegi í Minnesota. Sú seinni sýnir stelpurnar í svipuðum stellingum við Hafravatn á köldum vetrardegi 2008. Þetta eru Heiðdís María (sem þetta blogg var upphaflega stofnað fyrir) og vinkona hennar Íris Fanney.

mosaic1496643

Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. apríl.

Hafið það sem allra best um helginaWink


HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ HJÁ FÓLKI SEM GERIR SVONA??????

Elsta dóttir mín stundar nám við HÍ og sækir tíma í Ármúlanum. Hún á litla Nissan Micra bifreið. Fyrr í vetur kom hún að bílnum þannig að stór beygla var komin á bílstjórahurðina - líklegast  hefur verið bakkað á hana. Í gær (föstudag) kemur hún svo að bílnum á stæðinu fyrir aftan skólann með stórskemmd á hinni framhurðinni. Það var sko enginn hurðarskellur eða aftanákeyrsla. Nei, ó nei. Það hafði einhver SPARKAÐ svona fast í hurðina. Það fer sko ekkert á milli mála þar sem vel mótar fyrir skósólanum á hurðinni. Ég læt fylgja hér með myndir af þessu.

skófar á bílhurð               IMG_6130

 

Hvað er eiginlega að hjá fólki sem gerir svona lagað?? Er skemmdarfísn fólks engin takmörk sett? Dóttir mín er mikil rólyndismanneskja og á ekki í útistöðum við nokkurn mann. Hún var þó að vonum mikið pirruð, leið og reið, þegar hún kom heim. Því miður kallaði hún ekki til lögregluna og gaf skýrslu. Ekki að það hefði breytt nokkru. Skaðinn skeður - og sökudólgar/ur löngu flognir á brott.

Sem foreldri og uppalandi get ég ekki varist þeirri hugsun að hluti þess vanda sem blasir við okkur í þjóðfélaginu í dag er okkur - uppalendum - að kenna. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Erum við nógu dugleg að brýna fyrir börnum okkar t.d. að bera virðingu fyrir eignum sínum og annarra???? Sýnum við gott fordæmi?? Svari hver fyrir sig.


Gleðilega páskahátíð

447192610_6d3063e845_o

 

IMG_5652

 

 


Konudagurinn

Til hamingju með daginn íslensku konur. Smile

 

My moogorose

Ef hún Góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun Harpa hennar jóð herða veðráttuna.

 Góa er fimmti mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar, eða 18. til 24. febrúar. Fyrsti dagur góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur þorra var dagur húsbóndans. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll. Á síðari tímum hefur komist á sú hefð sums staðar á landinu að halda góugleði í tengslum við góu, á sama hátt og þorrablót í tengslum við Þorra. Uppruna góu og þorrans er að finna í Orkneyingasögu. Einnig er fjallað um persónurnar Þorra konung og Gói dóttur hans í Frá Fornjóti ok hans ættmönnum í Fornaldarsögum Norðurlanda.

                                                                         (Fróðleikur úr Wikipedia)


MM eða FM ?

þrettándabrenna

 Sem íbúi í Mosfellsbæ og foreldri gleðst ég mjög yfir þeirri frétt að hefja eigi byggingu framhaldsskóla í bænum.  Það skal heldur ekkert slórað hér; áætlað að hefja skólastarf strax á næsta áriSmile Ég óska bæjarbúum til hamingju með þennan áfanga og hlakka til að fylgjast með uppbyggingunni. En hvað á barnið að heita: MM (Menntaskólinn í Mosfellsbæ) eða FM (Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar)?

 

IMG_8640

Þessir krakkar eru nú í 7. bekk

og verða því í hópi fyrstu nemenda nýja skólans

 

 

 


mbl.is Framhaldsskóli í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svart hvítt í Fókus

Nú stendur yfir ljósmyndasýning í Smáralindinni (fyrir framan Hagkaup) þar sem sýndar eru svart/hvítar myndir.  Sýnendur eru allir félagar í Fókus sem er félag áhugaljósmyndara á Íslandi. Ég er nýgengin í félagið og er þessi sýning sú fyrsta sem ég tek þátt í. Hvet þig til að kíkja á myndirnar okkar en sýningin stendur til 17. febrúar.

 


Útskrifuð - næstu 3 árin!

, svona líður tíminn - allt í einu kominn febrúar og engin færsla hér í rúman mánuð. Þetta blogg var upphaflega stofnað til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með Heiðdísi Maríu í tengslum við aðgerðina sem hún fór í 30. nóvember sl. Nú er daman útskrifuð - næstu þrjú árin! Já, hún á að koma aftur eftir 3 ár og þá mun spöngin verða fjarlægð úr brjóstkassanum.

Batinn gengur vel. Hún hefur tvisvar heimsótt sjúkraþjálfara, sem er mjög ánægður með framfarirnar. Einnig var Bjarni læknir ánægður með hana við útskrift, í byrjun janúar. Hún fékk smá æfingaprógram hjá sjúkraþjálfaranum, sem ætlað er til að styrkja þá vöðva sem verið hafa í "afslöppun". Reyndar er mín bara farin að skella sér í leikfimi og sund í skólanum SmileSumt þarf hún reyndar að varast til að byrja með, sérstaklega harkalegar hópíþróttir en kennararnir eru með allt á hreinu og leyfa henni að stjórna þjálfuninni í samræmi við getu. Það þurfti smá átak til að komast á réttan kjöl hvað námið varðaði, en eins og þeir sögðu í Eyjum í den: þetta kemur allt með kalda vatninu!:)

Heiðdís og fjölskylda þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með, fyrir góðar kveðjur og óskir. Bless í bili :)

 

IMG_4674 037

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegtár í rammaKæru vinir og vandamenn - og aðrir sem þetta lesa. Gleðilega hátíð.

Þá er nýja árið komið - með hvelli, svona veðurfræðilega séð! 

Heiðdís okkar hefur það bara fínt, miðað við aðstæður. Farin að geta sofið á hliðinni og það munar mjög miklu fyrir hana. Þarf enn að taka verkjalyf, en miklu minna og stundum jafnvel bara eina töflu á dag. Halo

 Jólin gengu sinn vanagang hér í Mosó. Fórum ma. í Smáralindina fyrir jólin og sáum þar þessa fínu skemmtun á sviðinu í Vetrargarðinum. Á Þorláksmessu fórum við mæðgurnar saman í miðbæinn, borðuðum saman og röltum Laugaveginn - og þá var fröken Heiðdís orðin ansi þreytt. Hún og Elín sátu td. í stiganum inni í Mál og Menningu meðan við Guðný skoðuðum vöruúrvalið. Gaman samt að fara svona aðeins í bæinn og hitta fólk, enda veðrið ágætt þó kalt væri. Það er soldið að þjaka Heiðdísi; kuldinn. Hún er ekki með mikla einangrun sjálf utan á sér, þannig að það er stutt inn í stálið! Gafst td. fljótt upp í gönguferð sem við fórum í á annan í jólum. Annars voru jólin ósköp dæmigerð: pakkaflóð, borðað (of mikið) legið í leti yfir sjónvarpinu, lesið o.s.frv. - þið vitið, þessi "týpísku" jól. Það verður reyndar átak að "snúa við sólarhringnum" því dæturnar á heimilinu eru orðnar ansi morgunsvæfar og vaka lengi frameftir. Ég til dæmis heyri hlátrasköll í Heiðdísi úr kjallaranum núna þegar þetta er ritað klukkan að verða þrjú á nýársnóttSmile

Það viðraði nú ekkert sérlega vel til flugeldanotkunar fyrr í kvöld hér á höfuðborgarsvæðinu. Heiðdís er algjör "púðurkerling" og hefur alltaf verið. Var farin út fyrr í dag að sprengja froska og hvað þetta nú allt heitir. Bjarki sprengdi nokkrar glæsitertur um miðnætti, en þar sem þá var orðið ansi hvasst og fullt eftir af svona "litlu" dóti er Heiðdís búin að ákveða að geyma það til morgundagsins. Verð samt að segja ykkur "brandara" kvöldsins. Er kannski svo sem ekkert til að hlæja að en samt.... Þegar lætin voru sem mest hér í götunni í sprengingunum sagði Heiðdís við pabba sinn (undirrituð heyrði það ekki, var upptekin í myndatökum!) "Ég ætla að fara inn - það NÖTRAÐI Í MÉR BRINGAN". Hún fann sem sagt víbringinn inní sér í spönginni!!! Ótrúlegt, en satt.Wizard

IMG_3985

Heiðdís með stjörnuljós á gamlárskvöld

Við eigum tíma í endurkomu hjá  lækninum þann 9. janúar. Hún byrjar að öllu óbreyttu í skólanum á mánudaginn, þótt ekki megi hún fara í leikfimi eða sund til að byrja með.

Það er sem sagt allt á beinu brautinni og batinn eðlilegur. Hvað meira er hægt að biðja um? Við göngum því brosandi inn í árið 2008.

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGT NÝTT ÁR MEÐ ÞÖKKUM FYRIR HIÐ LIÐNA.


Daglegt líf

Í gær var hálfur mánuður liðinn frá aðgerð á Heiðdísi.  Hún finnur enn mikið til - en tekur verkjalyf reglulega.  Í fyrstu átti hún erfitt með að setjast sjálf upp í rúminu og þarf stundum enn hjálp við það. Finnst gott að hafa fullt af koddum á bak við sig.

Í gærdag bökuðum við smákökur og Heiðdís pakkaði inn jólagjöfum.

Í gærkvöldi fór hún í fyrsta skipti út eftir spítaladvöl. Ekki var það nú lengra en í sjoppuna, þar sem keyptur var ís og leigður diskur.

 Í nótt vaknaði ég við að hún var að kveinka sér mjög mikið. Þá hafði hún sofnað á bakinu og snúið sér á hægri hliðina, en þar er spöngin saumuð við rifbein. Miklir verkir hjá henni, en tók pillu og náði að sofa lengi í morgun.

Núna er hún farin með pabba í smá jólastúss og jólagjafakaup. Hún var eitt sólskinsbros, enda búin að hlakka til alla vikuna. Litla systir "ógeðslega" fúl hér heima að fá ekki að fara með - en nú er tími leyndó-kaupa.

Í kvöld er ætlunin að skreyta jólatréðSmile

Á manudaginn förum við til sjúkraþjálfara í Hafnarfirði. Hann er víst sérfræðingur í þjálfun fólks eftir svona aðgerð.

Góða helgi!

 


Komin heim

Komum heim um hádegi í gær. Allt gengur vel og Heiðdís svaf í alla nótt. Verkjalyf á uþb. sex tíma fresti yfir daginn.  Fer til sjúkraþjálfara á mánudaginn, þar sem henni verður kennt hvernig best er að þjálfa sig eftir svona aðgerð.

Bestu þakkir fyrir góðar óskir og kveðjurSmile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 31161

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband