Daglegt líf

Í gær var hálfur mánuður liðinn frá aðgerð á Heiðdísi.  Hún finnur enn mikið til - en tekur verkjalyf reglulega.  Í fyrstu átti hún erfitt með að setjast sjálf upp í rúminu og þarf stundum enn hjálp við það. Finnst gott að hafa fullt af koddum á bak við sig.

Í gærdag bökuðum við smákökur og Heiðdís pakkaði inn jólagjöfum.

Í gærkvöldi fór hún í fyrsta skipti út eftir spítaladvöl. Ekki var það nú lengra en í sjoppuna, þar sem keyptur var ís og leigður diskur.

 Í nótt vaknaði ég við að hún var að kveinka sér mjög mikið. Þá hafði hún sofnað á bakinu og snúið sér á hægri hliðina, en þar er spöngin saumuð við rifbein. Miklir verkir hjá henni, en tók pillu og náði að sofa lengi í morgun.

Núna er hún farin með pabba í smá jólastúss og jólagjafakaup. Hún var eitt sólskinsbros, enda búin að hlakka til alla vikuna. Litla systir "ógeðslega" fúl hér heima að fá ekki að fara með - en nú er tími leyndó-kaupa.

Í kvöld er ætlunin að skreyta jólatréðSmile

Á manudaginn förum við til sjúkraþjálfara í Hafnarfirði. Hann er víst sérfræðingur í þjálfun fólks eftir svona aðgerð.

Góða helgi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ, blessuð stelpan. Þetta hlýtur að vera erfitt. Vonandi gengur þetta allt vel.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól þið öll og megi nýja ári verða Heiðdísi farsælt og gott.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 31119

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband