Útskrifuð - næstu 3 árin!

, svona líður tíminn - allt í einu kominn febrúar og engin færsla hér í rúman mánuð. Þetta blogg var upphaflega stofnað til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með Heiðdísi Maríu í tengslum við aðgerðina sem hún fór í 30. nóvember sl. Nú er daman útskrifuð - næstu þrjú árin! Já, hún á að koma aftur eftir 3 ár og þá mun spöngin verða fjarlægð úr brjóstkassanum.

Batinn gengur vel. Hún hefur tvisvar heimsótt sjúkraþjálfara, sem er mjög ánægður með framfarirnar. Einnig var Bjarni læknir ánægður með hana við útskrift, í byrjun janúar. Hún fékk smá æfingaprógram hjá sjúkraþjálfaranum, sem ætlað er til að styrkja þá vöðva sem verið hafa í "afslöppun". Reyndar er mín bara farin að skella sér í leikfimi og sund í skólanum SmileSumt þarf hún reyndar að varast til að byrja með, sérstaklega harkalegar hópíþróttir en kennararnir eru með allt á hreinu og leyfa henni að stjórna þjálfuninni í samræmi við getu. Það þurfti smá átak til að komast á réttan kjöl hvað námið varðaði, en eins og þeir sögðu í Eyjum í den: þetta kemur allt með kalda vatninu!:)

Heiðdís og fjölskylda þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með, fyrir góðar kveðjur og óskir. Bless í bili :)

 

IMG_4674 037

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með þetta. Gangi ykur vel.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:41

2 identicon

Flott hjá þér Heiðdís  batinn og allur fyrri styrkur kemur smátt og smátt.

Þetta er náttúrulega engin framistaða hjá mömmu að blogga ekkert í heilan mánuð.

En henni er fyrirgefið því hún hefur ábyggilega haft um nóg að hugsa og gera.

Villi Kalli (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Gangi ykkur öllum vel og til hamingju með góðu fréttirnar og batann!

Ruth Ásdísardóttir, 9.2.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 31118

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband