Kíktu í Kringluna 12.-26. september

og skoðaðu ljósmyndir eftir 56 íslenskar konur sem sýna kvenleika og karlmennsku

http://www.flickr.com/groups/photos-by-icelandic-women/

Boðskort f opnun

 Ég stofnaði þennan hóp í nóvember 2006. Í upphafi var hann frekar fámennur, en fljótlega fór meðlimum að fjölga og í dag erum við rúmlega 600. Konurnar eru á öllum aldri, allt frá grunnskólastúlkum upp í ellilífeyrisþega. Allar hafa óbilandi áhuga á ljósmyndun, sem tengir okkur saman óháð aldri og búsetu, en margar kvennanna búa  víðsvegar um heiminn. Nokkrar eru lærðir ljósmyndarar eða eru í námi, en flestar eru áhugaljósmyndarar. Innan hópsins er starfandi öflug ferðanefnd og við förum saman í skipulagðar ljósmyndaferðir nokkrum sinnum á ári. Þær eru auglýstar á heimasíðu grúppunnar, þar sem einnig fara oft fram fjörlegar og gagnlegar umræður um ljósmyndatengd mál.Fljótlega eftir að hugmyndin að þessari ljósmyndasýningu kom upp varð ljóst að margar vildu vera með. Þátttakendur eru þverskurður af konunum í hópnum; á öllum aldri, búsettar um allt land og erlendis. 

Flikkrur í fyrstu ljósmyndaferðinni 

Fyrsta ljósmyndaferð Konugrúbbunnar 

Þema sýningarinnar markast  nokkuð af því að hér er á ferðinni konusýning. Við vildum þó ekki vera það sjálfhverfar að sýna einungis kvenleika – þannig að karlmennskan var tekin með J. Það er mikil fjölbreytni í myndavali en myndirnar sýna túlkun ljósmyndarans á hugtökunum kvenleiki og karlmennska. Í sumum myndanna er þessum hugtökum blandað mjög skemmtilega saman.  

 

Vetrarferð

Vetrarferð 2009 

Þetta er fyrsta samsýning hópsins og jafnframt fyrsta opinbera ljósmyndasýningin sem margar þessara kvenna taka þátt í – en við köllum okkur stundum Flikkrurnar þar sem við tengjumst í gegnum flickr.com.

Sumarferð Flikkra 

Í Grafningnum sumarið 2008  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband