Ljósmyndasýningin Allt í Fókus opnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Þar sýna 30 félagar mínir í Fókus, 100 ljósmyndir. Sýningin er hin glæsilegasta, en þemað var ALLT, þe. sýnendur höfðu alveg frjálsar hendur með val á myndefni. Fjöldi fólks mætti við opnunina í dag og virtust gestir vera mjög ánægðir með sýninguna.

Horft til himins

Ein af myndunum mínum á sýningunni.

Ég hef verið félagsmaður í Fókus sl. tvö ár og er nú að hefja annað starfsárið í sýningarnefnd félagsins. Þar sem um afmælissýningu er að ræða buðum við upp á veglegar veitingar og fékk ég yngri dæturnar til að aðstoða við veitingamálin. Heiðdís mín stóð sig með stakri prýði, skenkti í glös og fyllti á bakka :)

Ég hvet þig til að kíkja við í Tjarnarsalnum við tækifæri og skoða sýninguna, en ég á þar fjórar myndir.

Bodskort_allt_i_fokus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefði nú verið gaman, en of langt að aka, ja svona fyrir mig.
Myndirnar þínar sem ég hef séð eru flottar.
Gangi þér vel Gúnna mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband