29.8.2008 | 12:53
ÝKT KOMINN YFIR ÞIG - frábær skemmtun
Ég fór á frumsýningu í gærkvöldi á leikritinu Ýkt kominn yfir þig, eftir Mark Ravenhill, í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þetta er alveg einstaklega vel heppnuð og skemmtileg sýning. Leikararnir eru flestir á aldrinum 13-16 ára og hafa verið við æfingar undanfarnar vikur, í tengslum við leiklistarnámskeið. Leikstjórar eru tvær ungar konur, Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild, og það er alveg ótrúlegt hvað þeim hefur tekist vel að vinna með þessa krakka, en það eru um 30 leikarar í sýningunni. Agnes aðlagaði verkið fyrir hópinn en Guðný María Jónsdóttir þýddi.
Mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla þó hún höfði kannski mest til unglinga. Frábær tónlist, dans og söngur. Reyndar er spurning hversu unga krakka á að leyfa í salinn. Textinn er smá "grófur" öðru hvoru, eða eins og Elín Katrín 8 ára dóttir mín sagði eftir sýninguna: þetta var svona pínu "dónó".
Næstu sýningar eru laugardag 30.8. kl. 16, miðvikudag 3.9. og fimmtudag 4.9. kl. 20.
http://mos.is/default.asp?sid_id=1100&tId=2&fre_id=75941&meira=1&Tre_Rod=001|001|&qsr
Ég læt fylgja hér nokkrar myndir frá frumsýningunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.