Færsluflokkur: Íþróttir
11.6.2012 | 12:45
Frístundaávísanir fyrir börn og unglinga
voru sannarlega gott framtak - en reglurnar eru undarlegar.
Ekki er hægt að nýta þær nema borgað sé fyrir lágmark 10 vikna íþróttaástundun (eða aðra frístundaiðkun).
Dóttir mín var að byrja á cross-fit námskeiði hjá World class. Þetta er 4 vikna námskeið - æft þrisvar í viku. Þótt hún tæki tvö námskeið saman, er ekki hægt að nota ávísunina upp í námskeiðskostnað, þrátt fyrir að þá væri hún að mæta á 24 æfingar. Aftur á móti ef hún æfði t.d. dans, einu sinni í viku í 12 vikur væri hægt að nota ávísunina upp í greiðslu.
Það var athyglisvert að hlusta á samtal tólf ára vinkvenna í morgun um þessi mál. Ég hafði það á orði að þegar ég var á þeirra aldri þurfti ekki að borga til að æfa handbolta (sem ég gerði í 10 ár); heldur var þakkað fyrir að krakkar vildu koma og spila með. Þá segir ein þeirra: já, það er kannski ekkert skrýtið að íslenskir krakkar séu að verða með þeim þyngstu í heiminum! Síðan ræddu þær þetta sín á milli um stund og voru greinilega meðvitaðar um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlunum upp á síðkastið. Án þess að ég nefndi það einu orði tengdu þær saman þyngdaraukningu barna við verri fjárhagsstöðu foreldra. Meira að segja heyrði ég þær segja "...já og svo er sko óholli maturinn oft miklu ódýrari en þessi hollari".
Er ekki öll hreyfing af hinu góða? Er ekki mál til komið að endurskoða reglurnar varðandi notkun frístundaávísana? Það eru ekki öll börn sem vilja æfa hópíþróttir (þar sem æfingar eru jú lengur en í 10 vikur). Með rýmkuðum notkunarreglum á þessum annars ágætu ávísunum væri hægt að stuðla að aukinni hreyfingu barna og unglinga.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 21:01
Áfram Ísland!
Gleðilega Menningarnótt, þið sem ekki eruð í bænum, heldur sitjið við tölvuna og lesið þetta Ágústmánaðar 2008 verður örugglega minnst í sögubókum fyrir velgengni Íslands á Ólympíuleikunum.
Hér er ein soldið þjóðleg mynd og blóm handa strákunum í Kína. Ég er orðin ansi spennt fyrir úrslitaleikinn. Meira að segja dömurnar litlu á heimilinu vilja láta vekja sig í fyrramálið!
Góða nótt og góða skemmtun í fyrramálið ef þú ætlar að horfa :)
Áfram Ísland.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 19:43
Til hamingju Ísland!
Get ekki orða bundist með að óska Íslandi í heild sinni til hamingju. Ótrúlega flottur árangur hjá handboltastrákunum - silfrið í höfn - og það glampar á gullið innan seilingar! Það verður óvenju mikil spenna þennan sunnudagsmorguninn. Mikið er ég glöð að vera heima og geta horft á beina útsendingu. Áfram Ísland!
Get ekki ímyndað mér annað en alhörðustu antí-sportistar séu glaðir líka (þó þeir séu örugglega að kafna í íþróttafréttum þessa dagana)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar