Færsluflokkur: Dægurmál

Kíktu í Kringluna 12.-26. september

og skoðaðu ljósmyndir eftir 56 íslenskar konur sem sýna kvenleika og karlmennsku

http://www.flickr.com/groups/photos-by-icelandic-women/

Boðskort f opnun

 Ég stofnaði þennan hóp í nóvember 2006. Í upphafi var hann frekar fámennur, en fljótlega fór meðlimum að fjölga og í dag erum við rúmlega 600. Konurnar eru á öllum aldri, allt frá grunnskólastúlkum upp í ellilífeyrisþega. Allar hafa óbilandi áhuga á ljósmyndun, sem tengir okkur saman óháð aldri og búsetu, en margar kvennanna búa  víðsvegar um heiminn. Nokkrar eru lærðir ljósmyndarar eða eru í námi, en flestar eru áhugaljósmyndarar. Innan hópsins er starfandi öflug ferðanefnd og við förum saman í skipulagðar ljósmyndaferðir nokkrum sinnum á ári. Þær eru auglýstar á heimasíðu grúppunnar, þar sem einnig fara oft fram fjörlegar og gagnlegar umræður um ljósmyndatengd mál.Fljótlega eftir að hugmyndin að þessari ljósmyndasýningu kom upp varð ljóst að margar vildu vera með. Þátttakendur eru þverskurður af konunum í hópnum; á öllum aldri, búsettar um allt land og erlendis. 

Flikkrur í fyrstu ljósmyndaferðinni 

Fyrsta ljósmyndaferð Konugrúbbunnar 

Þema sýningarinnar markast  nokkuð af því að hér er á ferðinni konusýning. Við vildum þó ekki vera það sjálfhverfar að sýna einungis kvenleika – þannig að karlmennskan var tekin með J. Það er mikil fjölbreytni í myndavali en myndirnar sýna túlkun ljósmyndarans á hugtökunum kvenleiki og karlmennska. Í sumum myndanna er þessum hugtökum blandað mjög skemmtilega saman.  

 

Vetrarferð

Vetrarferð 2009 

Þetta er fyrsta samsýning hópsins og jafnframt fyrsta opinbera ljósmyndasýningin sem margar þessara kvenna taka þátt í – en við köllum okkur stundum Flikkrurnar þar sem við tengjumst í gegnum flickr.com.

Sumarferð Flikkra 

Í Grafningnum sumarið 2008  

 

 

 


Ljósmyndasýningin Allt í Fókus opnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Þar sýna 30 félagar mínir í Fókus, 100 ljósmyndir. Sýningin er hin glæsilegasta, en þemað var ALLT, þe. sýnendur höfðu alveg frjálsar hendur með val á myndefni. Fjöldi fólks mætti við opnunina í dag og virtust gestir vera mjög ánægðir með sýninguna.

Horft til himins

Ein af myndunum mínum á sýningunni.

Ég hef verið félagsmaður í Fókus sl. tvö ár og er nú að hefja annað starfsárið í sýningarnefnd félagsins. Þar sem um afmælissýningu er að ræða buðum við upp á veglegar veitingar og fékk ég yngri dæturnar til að aðstoða við veitingamálin. Heiðdís mín stóð sig með stakri prýði, skenkti í glös og fyllti á bakka :)

Ég hvet þig til að kíkja við í Tjarnarsalnum við tækifæri og skoða sýninguna, en ég á þar fjórar myndir.

Bodskort_allt_i_fokus


It is true!

Bara gaman að við náðum öðru sætinu. Það var nú ekki mikið spennandi að fylgjast með stigagjöfinni hvað fyrsta sætið varðaði en þeim mun meiri spenna með 2. sætið. Jóhanna stóð sig líka ótrúlega vel og reyndar allir íslensku flytjendurnir. Sviðsmyndin fannst mér flott, nema þessi hoppandi höfrungur og seglskútan - hvað var það eiginlega?

Evróvisjón er þetta sjónvarpsefni sem allir hafa skoðanir á og meira að segja þeir sem lýsa algjöru frati á keppnina tjá sig samt um hana og horfa örugglega margir þó þeir vilji ekki viðurkenna það :) Það eru auðvitað ótal hlutir sem hægt er að fjasa yfir þegar svona keppni er annars vegar en ég er alsæl með hvað okkar litla landi gekk vel í ár. Til hamingju Ísland Smile

 


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu hressa við sálartetrið? Gleyma krepputali og skammdegisdrunga um stund?

Þá mæli ég með því að þú lítir við í Smáralindinni á tímabilinu 21. nóvember til 14. desember og skoðir ljósmyndasýninguna RAUTT Í FÓKUS.

Það eru 32 félagar úr Fókus sem sýna þar myndir og er meginliturinn í þeim öllum rauður. Aðventan er að ganga í garð og rautt er jú alltaf jólalegur litur, en hann er líka hressandi og upplífgandi og við vonum að þessi sýning muni létta öllum lundina, sem á horfa. Myndirnar eru eins ólíkar og þær eru margar þó í þeim öllum sé rauður litur í aðalhlutverki. Góða skemmtun og njóttu vel Kissing

Rautt_


ÝKT KOMINN YFIR ÞIG - frábær skemmtun

Ég fór á frumsýningu í gærkvöldi á leikritinu Ýkt kominn yfir þig, eftir Mark Ravenhill, í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þetta er alveg einstaklega vel heppnuð og skemmtileg sýning. Leikararnir eru flestir á aldrinum 13-16 ára og hafa verið við æfingar undanfarnar vikur, í tengslum við leiklistarnámskeið. Leikstjórar eru tvær ungar konur, Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild, og það er alveg ótrúlegt hvað þeim hefur tekist vel að vinna með þessa krakka, en það eru um 30 leikarar í sýningunni. Agnes aðlagaði verkið fyrir hópinn en Guðný María Jónsdóttir þýddi.

Mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla þó hún höfði kannski mest til unglinga. Frábær tónlist, dans og söngur. Reyndar er spurning hversu unga krakka á að leyfa í salinn. Textinn er smá "grófur" öðru hvoru, eða eins og Elín Katrín 8 ára dóttir mín sagði eftir sýninguna: þetta var svona pínu "dónó". Blush

Næstu sýningar eru laugardag 30.8. kl. 16, miðvikudag 3.9. og fimmtudag 4.9. kl. 20.

http://mos.is/default.asp?sid_id=1100&tId=2&fre_id=75941&meira=1&Tre_Rod=001|001|&qsr

 

Ég læt fylgja hér nokkrar myndir frá frumsýningunni.

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 023        Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 037      Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 050

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 025Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 011

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 071           Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 094

   Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 060

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 097

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 109         Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 101

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 113    Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 165

 

 

 Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 187                              Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 186

 

 

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 144

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýkt kominn yfir þig frumsýning LeikfélagMosfellsbæjar leikrit 189

 


Það var svo gaman í kvöld

mammamiaí bíó með dætrunum. Við fórum allar saman á Mamma Mia. Það var næstum fullur salur af fólki og stemmningin var hreint ótrúleg. Reyndar sat hann Pacas (og Beggi) á sama bekk og við og hann hefur alveg ótrúlega smitandi hlátur. LoL  Yngsta dóttirin (8 ára) var nú ekki alveg að fatta alla brandarana - en skemmti sér samt konunglega.

Það er ekki oft að heill salur sitji yfir kreditlistanum rúlla í lok myndar í íslensku kvikmyndahúsi. Þannig var stemmningin í kvöld og ekki nóg með það, heldur var klappað í takt við tónlistina og gott ef maður heyrði ekki einhverja raula líka. Whistling

Ég er náttúrulega af AbbA kynslóðinni og fílaði myndina í ræmur. Þrátt fyrir misjafna dóma gagnrýnenda er hér á ferðinni einstaklega skemmtileg fjölskyldumynd. Mæla sko hiklaust með henni. Það eina sem "böggaði" mig var að sjá og heyra Bondinn gamla (Pierce Brosnan) syngja, sérstaklega þegar varahreyfingarnar voru ekki í sinki við hljóðið. CoolMeryl Streep er hinsvegar BARA FLOTT.

Ég eyddi löngum tíma í að leita að AbbA diskum þegar heim var komið - því það fyrsta sem Elín (8 ára) sagði þegar við komum út úr salnum var: Mamma, eigum við ekki svona Mamma mia disk heima? Kissing Heimferðin fór í að segja börnunum sögu Abba frá Waterloo/Evróvision ævintýrinu og hvernig þessi mynd/leikrit varð til.

Ætli þröngu glansgallarnir verði tískan í vetur????Wink


HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ HJÁ FÓLKI SEM GERIR SVONA??????

Elsta dóttir mín stundar nám við HÍ og sækir tíma í Ármúlanum. Hún á litla Nissan Micra bifreið. Fyrr í vetur kom hún að bílnum þannig að stór beygla var komin á bílstjórahurðina - líklegast  hefur verið bakkað á hana. Í gær (föstudag) kemur hún svo að bílnum á stæðinu fyrir aftan skólann með stórskemmd á hinni framhurðinni. Það var sko enginn hurðarskellur eða aftanákeyrsla. Nei, ó nei. Það hafði einhver SPARKAÐ svona fast í hurðina. Það fer sko ekkert á milli mála þar sem vel mótar fyrir skósólanum á hurðinni. Ég læt fylgja hér með myndir af þessu.

skófar á bílhurð               IMG_6130

 

Hvað er eiginlega að hjá fólki sem gerir svona lagað?? Er skemmdarfísn fólks engin takmörk sett? Dóttir mín er mikil rólyndismanneskja og á ekki í útistöðum við nokkurn mann. Hún var þó að vonum mikið pirruð, leið og reið, þegar hún kom heim. Því miður kallaði hún ekki til lögregluna og gaf skýrslu. Ekki að það hefði breytt nokkru. Skaðinn skeður - og sökudólgar/ur löngu flognir á brott.

Sem foreldri og uppalandi get ég ekki varist þeirri hugsun að hluti þess vanda sem blasir við okkur í þjóðfélaginu í dag er okkur - uppalendum - að kenna. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Erum við nógu dugleg að brýna fyrir börnum okkar t.d. að bera virðingu fyrir eignum sínum og annarra???? Sýnum við gott fordæmi?? Svari hver fyrir sig.


Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband