Færsluflokkur: Bloggar
Hún er vel að þessum titli komin og spaugilegt hjá henni að kalla sig atvinnu-Mosfelling.
Það hefur heldur betur gustað með vætu og vindi hér í sveitinni það sem af er hátíðinni Í túninu heima. Nú er hins vegar að bresta á með brakandi blíðu og því ættu hátíðahöld kvöldsins að geta farið fram utandyra eins og til stóð.
Hvet bloggara til að bregða sér í Bæjarleikhúsið og sjá Ýkt kominn yfir þig. Næstu sýningar verða miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. sept. kl. 20.
Atvinnu-Mosfellingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2008 | 12:53
ÝKT KOMINN YFIR ÞIG - frábær skemmtun
Ég fór á frumsýningu í gærkvöldi á leikritinu Ýkt kominn yfir þig, eftir Mark Ravenhill, í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þetta er alveg einstaklega vel heppnuð og skemmtileg sýning. Leikararnir eru flestir á aldrinum 13-16 ára og hafa verið við æfingar undanfarnar vikur, í tengslum við leiklistarnámskeið. Leikstjórar eru tvær ungar konur, Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild, og það er alveg ótrúlegt hvað þeim hefur tekist vel að vinna með þessa krakka, en það eru um 30 leikarar í sýningunni. Agnes aðlagaði verkið fyrir hópinn en Guðný María Jónsdóttir þýddi.
Mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir alla þó hún höfði kannski mest til unglinga. Frábær tónlist, dans og söngur. Reyndar er spurning hversu unga krakka á að leyfa í salinn. Textinn er smá "grófur" öðru hvoru, eða eins og Elín Katrín 8 ára dóttir mín sagði eftir sýninguna: þetta var svona pínu "dónó".
Næstu sýningar eru laugardag 30.8. kl. 16, miðvikudag 3.9. og fimmtudag 4.9. kl. 20.
http://mos.is/default.asp?sid_id=1100&tId=2&fre_id=75941&meira=1&Tre_Rod=001|001|&qsr
Ég læt fylgja hér nokkrar myndir frá frumsýningunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 21:01
Áfram Ísland!
Gleðilega Menningarnótt, þið sem ekki eruð í bænum, heldur sitjið við tölvuna og lesið þetta Ágústmánaðar 2008 verður örugglega minnst í sögubókum fyrir velgengni Íslands á Ólympíuleikunum.
Hér er ein soldið þjóðleg mynd og blóm handa strákunum í Kína. Ég er orðin ansi spennt fyrir úrslitaleikinn. Meira að segja dömurnar litlu á heimilinu vilja láta vekja sig í fyrramálið!
Góða nótt og góða skemmtun í fyrramálið ef þú ætlar að horfa :)
Áfram Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 19:43
Til hamingju Ísland!
Get ekki orða bundist með að óska Íslandi í heild sinni til hamingju. Ótrúlega flottur árangur hjá handboltastrákunum - silfrið í höfn - og það glampar á gullið innan seilingar! Það verður óvenju mikil spenna þennan sunnudagsmorguninn. Mikið er ég glöð að vera heima og geta horft á beina útsendingu. Áfram Ísland!
Get ekki ímyndað mér annað en alhörðustu antí-sportistar séu glaðir líka (þó þeir séu örugglega að kafna í íþróttafréttum þessa dagana)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 17:11
Ég segi börnunum að þær séu góðar, þar sem þær haldi flugunum frá...
en ef satt skal segja er mér nú ekkert allt of vel við kóngulær. Allavega mætti vera soldið minna af þeim á pallinum hjá mér. Það er sko þvílíkur búskapur þar - alls kyns stærðir og tegundir. Við eitruðum fyrr í sumar - en þrautsegjan í þessum kvikindum er ótrúleg. Það sem hér er á myndinni er t.d. nýlega komið. Þúsund litlar kóngulær inn í vef, sem búið er að vefa í kringum litla kertalukt sem stendur úti hjá okkur. Jakk....ég þarf að koma þessu í burtu en er ekki alveg klár á því hvað best er að gera. Þarf líklega að verða mér út um annan skammt af eitri. Það er bara svo "ógeðslega" heitt í dag að ég nenni ekki í bæinn til að kaupa það.
Með hitabylgjukveðju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 00:45
Það var svo gaman í kvöld
í bíó með dætrunum. Við fórum allar saman á Mamma Mia. Það var næstum fullur salur af fólki og stemmningin var hreint ótrúleg. Reyndar sat hann Pacas (og Beggi) á sama bekk og við og hann hefur alveg ótrúlega smitandi hlátur. Yngsta dóttirin (8 ára) var nú ekki alveg að fatta alla brandarana - en skemmti sér samt konunglega.
Það er ekki oft að heill salur sitji yfir kreditlistanum rúlla í lok myndar í íslensku kvikmyndahúsi. Þannig var stemmningin í kvöld og ekki nóg með það, heldur var klappað í takt við tónlistina og gott ef maður heyrði ekki einhverja raula líka.
Ég er náttúrulega af AbbA kynslóðinni og fílaði myndina í ræmur. Þrátt fyrir misjafna dóma gagnrýnenda er hér á ferðinni einstaklega skemmtileg fjölskyldumynd. Mæla sko hiklaust með henni. Það eina sem "böggaði" mig var að sjá og heyra Bondinn gamla (Pierce Brosnan) syngja, sérstaklega þegar varahreyfingarnar voru ekki í sinki við hljóðið. Meryl Streep er hinsvegar BARA FLOTT.
Ég eyddi löngum tíma í að leita að AbbA diskum þegar heim var komið - því það fyrsta sem Elín (8 ára) sagði þegar við komum út úr salnum var: Mamma, eigum við ekki svona Mamma mia disk heima? Heimferðin fór í að segja börnunum sögu Abba frá Waterloo/Evróvision ævintýrinu og hvernig þessi mynd/leikrit varð til.
Ætli þröngu glansgallarnir verði tískan í vetur????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 00:23
Ljósmyndasýning í Mosfellsbæ
Jæja - þá er bara brostið á með einkasýningu. Hef verið að koma sýningunni á "koppinn" það sem af er sumarfríinu, en núna opnar sýningin um næstu helgi og þá taka við nokkrir dagar í slökun áður en aftur er komið að vinnu.
Kíkið endilega við í Kjarnanum í Mosó. Bókasafnið er opið alla virka daga frá 12-19 og frá 12-15 á laugardögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.6.2008 | 15:33
Sumarið er komið...
og nú vilja börnin fá að vera úti eins lengi og "lögin" kveða á um....eða þannig. Heiðdís María hefur minnt okkur foreldrana á það mjög reglulega undanfarnar vikur að nú megi hún sko vera úti til miðnættis á kvöldin. "Útivistarreglurnar segja til tólf" er hennar svar, þegar hún er beðin um að koma heim kl. 11. Hún er líka með það alveg á hreinu að það er árið sem skiptir málir, ekki afmælisdagurinn. Hún verður nefnilega ekki 13 ára fyrr en í desember. Auðvitað gegnir hún nú og kemur heim á þeim tíma sem henni er settur...enda ekki við hæfi að 12 ára komi heim EFTIR að mamma er sofnuð á kvöldin....
Hún Maddý blogg- og flickr-vinkona mín var að fjalla um þennan teljara í síðustu færslunni sinni og að sjálfsögðu VARÐ ég að prófa hann líka. Sniðugt dæmi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég bauð yngstu dótturinni með mér í Mosfellsbakarí eftir skóla. Þar lágu á afgreiðsluborðinu stórskemmtileg póstkort sem minntu á að 6. maí er MEGRUNARLAUSI dagurinn. Ekki hafði ég nú hugmynd um að þessi dagur væri til. Mér leið hins vegar miklu betur með frönsku súkkulaðikökuna fyrir framan mig eftir að hafa lesið boðskap póstkortanna
Með agnarsmáu letri á bakhlið kortanna var skráð veffang samtakanna sem að þessu standa: www.likamsvirding.blogspot.com
Þar segir ma: Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Hér á eftir fara þau 10 atriði sem mátti lesa á öðru póstkortinu:
1. Ekki fá samviskubit yfir því sem þú borðar.
2. Hrósaðu einhverjum fyrir eiginleika sem kemur útliti ekkert við.
3. Gefðu föt sem passa ekki á þig í fatasöfnun.
4. Hættu að bera þig saman við aðra - þú ert einstök/einstakur.
5. Gerðu eitthvað sem þú hefur verið að fresta þangað til þú grennist.
6. Hentu blöðum sem innihalda útlitsdýrkun eða megrunarboðskap.
7. Ekki segja neitt neikvætt um líkama þinn eða annarra.
8. Njóttu þess að hreyfa þig án þess að hugsa um fitubrennslu.
9. Hlustaðu á líkama þinn. Borðaðu þegar þú ert svangur/svöng og hættu þegar þú ert saddur/södd.
10 Hugsaðu um hvað neikvæðar hugsanir um líkama þinn hafa tekið mikinn tíma frá þér. Í dag er tækifæri til að hefja nýtt líf þar sem þú elskar líkama þinn eins og hann er.
Hér eru póstkortin:
Mér finnst þetta frábært framtak Það er margt fróðlegt hægt að lesa á vefsíðunni sem ég gaf upp hér að ofan og hvet ég ykkur sem hafið áhuga á málinu að skoða hana nánar.
Með ósk um vellíðan að kvöldi alþjóðlega megrunarlausa dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 14:29
Gleðilegt sumar
Ég hef verið ósköp löt við að blogga undanfarið. Les þó reglulega skrif vina og renni yfir hvað iðnustu bloggararnir eru að segja. Er á námskeiði þessa dagana í photoshop og vefsíðugerð. Ofsalega gaman - en því miður lítill tími til að æfa sig :) Svo er eins og heilasellurnar séu ekki eins viðbragðsfljótar og þær voru í "gamla daga". Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég þarf að nota gleraugu í skóla....arg! En þetta eru smámunir hjá því hvað það er GAMAN að vera að læra - elska svona heilaleikfimi (hef sko ekki farið í ræktina allan mánuðinn). Ég held að það sé á margan hátt heilsusamlegra að þjálfa toppstykkið en maga, rass og læri þegar aldurinn fer að færast yfir. Ok, eða allavega sameina þessa þjálfun.
Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka veturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar