Það var svo gaman í kvöld

mammamiaí bíó með dætrunum. Við fórum allar saman á Mamma Mia. Það var næstum fullur salur af fólki og stemmningin var hreint ótrúleg. Reyndar sat hann Pacas (og Beggi) á sama bekk og við og hann hefur alveg ótrúlega smitandi hlátur. LoL  Yngsta dóttirin (8 ára) var nú ekki alveg að fatta alla brandarana - en skemmti sér samt konunglega.

Það er ekki oft að heill salur sitji yfir kreditlistanum rúlla í lok myndar í íslensku kvikmyndahúsi. Þannig var stemmningin í kvöld og ekki nóg með það, heldur var klappað í takt við tónlistina og gott ef maður heyrði ekki einhverja raula líka. Whistling

Ég er náttúrulega af AbbA kynslóðinni og fílaði myndina í ræmur. Þrátt fyrir misjafna dóma gagnrýnenda er hér á ferðinni einstaklega skemmtileg fjölskyldumynd. Mæla sko hiklaust með henni. Það eina sem "böggaði" mig var að sjá og heyra Bondinn gamla (Pierce Brosnan) syngja, sérstaklega þegar varahreyfingarnar voru ekki í sinki við hljóðið. CoolMeryl Streep er hinsvegar BARA FLOTT.

Ég eyddi löngum tíma í að leita að AbbA diskum þegar heim var komið - því það fyrsta sem Elín (8 ára) sagði þegar við komum út úr salnum var: Mamma, eigum við ekki svona Mamma mia disk heima? Kissing Heimferðin fór í að segja börnunum sögu Abba frá Waterloo/Evróvision ævintýrinu og hvernig þessi mynd/leikrit varð til.

Ætli þröngu glansgallarnir verði tískan í vetur????Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég eyddi um helgina tvöþúsundogeitthundraðkrónum í bíó, og í hvorugt skiptið fór ég á Mamma mia, sem er bara synd!

Hlakka til að sjá þessa mynd, hún er örugglega þrælgóð
ABBA lögin eru æðisleg, ótrúlega flott tónlist!!

Knús til þín Gúnna

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Helga Linnet

Þetta ER stórkostleg mynd

Sá söngleikinn í London í maí og var með miklar væntingar fyrir myndina og hún stóð svo sannarlega undir væntingum.

Að láta Bond syngja var SNILLD...gat ekki gert að því en ég hló AÐ honum...þetta var náttúrulega drep-fyndið.  Snilld hjá þessum mönnum að raða þessum leikurum svona upp. Hvern hefði órað að Brosnan myndi leika í mynd ÁN byssunnar?!?! Held engum.

Mín 6 ára kann öll þessi lög utan af (keypti söngleiksdiskinn úti sem hún hlustar á non-stop) og var harð-ákveðin í því þegar hún sá að myndin var að koma í bíó að þessa mynd skyldi hún sjá. Hún kom allavega skælbrosandi heim með systur sinni.

Helga Linnet, 21.7.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 31111

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband