Hraustir líkamar eru í ÖLLUM stærðum & gerðum. Opnum augun - storkum staðalmyndum

Ég bauð yngstu dótturinni með mér í Mosfellsbakarí eftir skóla. Þar lágu á afgreiðsluborðinu stórskemmtileg póstkort sem minntu á að 6. maí er MEGRUNARLAUSI dagurinn. Ekki hafði ég nú hugmynd um að þessi dagur væri til. Mér leið hins vegar miklu betur með frönsku súkkulaðikökuna fyrir framan mig eftir að hafa lesið boðskap póstkortanna Joyful

Með agnarsmáu letri á bakhlið kortanna var skráð veffang samtakanna sem að þessu standa: www.likamsvirding.blogspot.com

Þar segir ma: Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra.  Hér á eftir fara þau 10 atriði sem mátti lesa á öðru póstkortinu:

1. Ekki fá samviskubit yfir því sem þú borðar.

2. Hrósaðu einhverjum fyrir eiginleika sem kemur útliti ekkert við.

3. Gefðu föt sem passa ekki á þig í fatasöfnun.

4. Hættu að bera þig saman við aðra - þú ert einstök/einstakur.

5. Gerðu eitthvað sem þú hefur verið að fresta þangað til þú grennist.

6. Hentu blöðum sem innihalda útlitsdýrkun eða megrunarboðskap.

7. Ekki segja neitt neikvætt um líkama þinn eða annarra.

8. Njóttu þess að hreyfa þig án þess að hugsa um fitubrennslu.

9. Hlustaðu á líkama þinn. Borðaðu þegar þú ert svangur/svöng og hættu þegar þú ert saddur/södd.

10 Hugsaðu um hvað neikvæðar hugsanir um líkama þinn hafa tekið mikinn tíma frá þér. Í dag er tækifæri til að hefja nýtt líf þar sem þú elskar líkama þinn eins og hann er.

Hér eru póstkortin:

Megrunarlausi dagurinn

 

Mér finnst þetta frábært framtakHappy Það er margt fróðlegt hægt að lesa á vefsíðunni sem ég gaf upp hér að ofan og hvet ég ykkur sem hafið áhuga á málinu að skoða hana nánar.

Með ósk um vellíðan að kvöldi alþjóðlega megrunarlausa dagsins.

GS með muffins

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Svo sannarlega er hollt að hreyfa sig og ættu allir að gera það, mjóir og feitir, langir og stuttir, ungir sem aldnir.

Gúnna, 7.5.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Helga Linnet

Damn...verst að þetta er ekki 360 daga á ári 

Helga Linnet, 7.5.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Dásamlegur boðskapur.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 31085

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband