Hún er 12 ára í dag

IMG_2625Heiðdís hélt upp á afmælið sitt í dag á deild 22D á Barnaspítalanum. Hún er mikið að hressast. í gær losnaði hún við næringuna og á morgun (fimmtudag) verður byrjað að minnka deyfinguna, það er degi áður en upphaflega var áætlað.  Þá kemur fljótlega í ljós hversu lengi hún þarf að liggja inni. Allir rosa ánægðir með framvinduna hjá dömunni.

Það er ýmislegt gert til að hafa ofan af fyrir börnunum á deildinni. Í gær kom Óliver trúður (Peggý Helgason) og var mjög gaman að sýningunni hennar. Í dag var bíósýning og töframaður kom í heimsókn, hress og skemmtilegur. Heiðdís er farin að ganga heilmikið sjálf  og ýtir lyfjastönginni á undan sér. Svo keyrum við hana líka í hjólastólnum. Það er mikill munur að þurfa ekki að vera bundin við rúmið - sérstaklega núna þegar hún er ekki lengur ein á stofu og mikil "umferð" og "umhverfishljóð". Þessi glæsilega terta hér að ofan var færð Heiðdísi í dag í boði sjúkrahússinsSmile. Hún fékk líka gjöf (geisladisk). Alveg hreint yndislegt og kom okkur skemmtilega á óvart. Það var meira að segja smalað í smá hóp af starfsfólki sem söng fyrir hana afmælissönginn.Whistling.Síðan var að sjálfsögðu öllum á deildinni boðið upp á afmælisköku.

IMG_2638

Heiðdís fær fyrstu sneiðina af tertunni

Guðný og Elín komu í heimsókn og amma og afi voru í afmæliskaffi. Tvær skólasystur kíktu líka í heimsókn. Sigga og Íris komu svo eftir kvöldmat.  Það var þreytt en sæl 12 ára stúlka sem fór að sofa í sjúkrarúmi að kvöldi afmælisdagsins. Pabbi á bekknum - ("ókunnugt" fólk hinum megin við gardínuna).

IMG_2656
 

Guðný, Elín, Heiðdís og amma Gugga 5. des. 2007

 

IMG_2565

                IMG_2657

 Með Helenu og Signýju  og   Álfrúnu og Arndísi                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Til hamingju með afmælið þið stóra hetja. Ofboðslega ertu falleg og dugleg stelpa.

Baráttukveðja úr Hafnarfirði

Linda Lea Bogadóttir, 6.12.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Páll Magnús Guðjónsson

segdu Gúnna, allt nytt i ibudinni minni og allir velkomin heim til min, heheheh, en that vaeri snidugt ad thit kaemud og vid myndum byrja strax ad skipuleggja naestu ovissuferd FFÍ, her er ekki glaeta a ad einhver heyri hvad vid erum ad plana, en eg var buinn ad leggja ykkru drog ad theirri ferd og vid verdum ad framkvaema that.... velkomin oll til min.

kvedja fra kanaryfararnum....

p.s hvernig gegnur med dotturina^?

Páll Magnús Guðjónsson, 6.12.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með litlu dömuna. Hún er greinilega jafnfalleg og mamma hennar. Gangi ykkur vel.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Til hamingju !!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:57

5 identicon

Til hamingju með daginn Heiðdís.

Bjarki og Guðmunda til hamingju með flotta og duglega stelpu.

Kveðja

Villi Kalli

Villi Kalli (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:14

6 identicon

Til hamingju með afmælið Heiðdís mín  

Pabbi minn á sama afmælisdag og þú, hann átti reyndar stórafmæli núna, varð sextugur karlinn!! Gaman að heyra hvað þú ert fljót að jafna þig......  haltu áfram að vera svona dugleg

Bestu kveðjur, Berglind kennari

Berglind Inga Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:43

7 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þin elsku Heiðdís - já hún Peggy er sko alveg frábær og ég er viss um að þú hefur haft gaman af - ástarkveðjur afmælisstelpa og vonandi hefurðu getað borðað eitthvað af kökunni.

kveðja úr hinum eina sanna Firði

Hafdís

Hafdís Joð. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband