Pectus Excavatum - Heiðdís

Þá er komið að því. Heiðdís María er að fara í aðgerð sem staðið hefur til í marga mánuði. Ég ákvað að stofna hér bloggsíðu til að færa inn framvinduna og eins fyrir þá sem vilja senda henni kveðjur og/eða hvatningarorð. Ef þú ert að lesa þetta og þekkir okkur ekki þá eru hér smá upplýsingar um Heiðdísi.

Hún er fædd 5. desember 1995. Er í 7. bekk í Varmárskóla. Er vinsæl og vinamörg en hefur þurft að ganga í gegnum erfiðleika og einelti, ma. vegna þess sem nú á að laga. Hún er með innfallna bringu og hér má lesa nánar um það:

http://www.chkd.org/HealthLibrary/Facts/Content.aspx?pageid=0376

Það var hringt frá Barnadeildinni í morgun og við boðuð í undirbúning þann 19. nóv kl. 9:20. Afturámóti er ekki hægt að fastsetja dag fyrir aðgerðina sjálfa, sem framkvæmd verður af Bjarna Torfasyni. Það fer eftir því hversu mikið er að gera á gjörgæsludeildinni hvenær Bjarni getur gert þetta. Ef öll rúm eru upptekin, hefur hann tækifæri til að gera aðgerðir á börnum, sem ekki þurfa að liggja á gjörgæslu lengi heldur eru send beint á barnadeildina. Dálítið kaldhæðnislegt: Ef öll rúm eru full á gjörgæslu getur barnið mitt farið í aðgerð! Bjarni er sá eini sem framkvæmir þessar aðgerðir hér á landi - en hann er mjög upptekinn við hjartaaðgerðir. Við hittum Bjarna í vor og hann skoðaði Heiðdísi. Sagði okkur þá að líffræðilega séð er þessi aðgerð nauðsynleg fyrir hana en svo eru líka mörg börn og unglingar sem þjást virkilega andlega vegna þessa. Það er líka reyndin með Heiðdísi, sérstaklega núna þegar unglingurinn er að brjótast út í henni og útlit skiptir svo miklu máli. Hún fór td. að æfa sund fyrir tveimur árum. Gekk alveg glimrandi vel, enda sundkona mikil og elskar að vera í vatni. Sú þjálfun fékk þó skjótan endi þar sem hún var lögð í einelti og mikið strítt á innföllnu bringunni.

Skvísan er mikill orkubolti og jákvæð og þó hún kvíði vissulega fyrir þessari stóru aðgerð þá hlakkar hún til þegar þetta verður yfirstaðið. 

Meira síðar.

Heiðdís í Disney World

Heiðdís María Wink

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Magnús Guðjónsson

hæhæ Elsku Gúnna mín, gangi ykkur ofsalega vel, sendi ykkur góðar bænir elsku vina.

fylgist með ykkur:)

þinn Palli,,Expressari"

Páll Magnús Guðjónsson, 10.11.2007 kl. 04:15

2 identicon

Blessuð kæra vinkona, óska ykkur allra heilla og elsku Heiðdís mín, það verður frábært þegar þetta er búið - gangi þér vel vinan.

Bestu kveðjur úr Firðinum.

Hafdís (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:21

3 identicon

Gangi ykkur vel !

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband