Unglingurinn Heiðdís María

hefur það alveg "geggjað" gott.

Ég var búin að lofa ykkur "updeiti" kæru vinir, vandamenn og blogglesarar, sem fylgdust með aðgerðinni fyrir ári. Frúin frekar sein í þessu en hér kemur bloggfærsla þar sem ekkert er talað um kreppu eða pólitík Tounge

Veturinn er kominn minnkuð

Skvísan er náttúrulega bara flottust (sjá fleiri myndir hér í fyrri færslum) Hún hefur reyndar á sl. ári 2svar fengið slæma verki í eða við festinguna á spönginni - en sem betur fer hefur það jafnað sig fljótlega (með smá hjálp frá ibofeni og panodil). Hún er búin að vera á fullu í leiklist og tekur þátt í öllum íþróttum og sundi. Var eins og dolla í stórsjó á trambolíninu í sumar, svo mikið að mér varð oft nóg um og fann hreinlega til í bringunni við að horfa á hanaBlush

Nú er 8. bekkurinn hálfnaður og henni gengur bara vel í skólanum. Nokkuð kærulaus finnst okkur foreldrunum þegar kemur að heimanáminu, en einhvernveginn kemst þetta allt inn í kollinn á henni. Eins og gengur hjá mörgum á þessum aldri er hún mjög upptekin af útlitinu og klæðaburði - litla systir á það til að kalla hana fröken meikdollu þegar verið er að rífast eitthvað.

Nú eru fermingarnar framundan og ákvað Heiðdís fyrir nokkuð löngu að hún vildi ekki fermast í kirkju. Var á tímabili á því að fermast ekkert en afturá móti hefur hún ákveðið að fermast borgaralega og sækir nú fermingarfræðslutíma hjá Siðmennt einu sinni í viku. Alveg brill fræðsla finnst mér - lífsleikni og lífsins gagn og nauðsynjar sem ætti að búa þau vel undir árin framundan. Stóri dagurinn er svo 26. apríl í Háskólabíói. Ég held að hún sé eina stelpan í skólanum sem ekki ætlar að fermast í kirkju. Í fyrstu var hún ákveðin í að sleppa veislu - og fara frekar til Flórída í frí, en sú ferð verður nú að bíða aðeins betri (og gengishagstæðari) tíma. Við stefnum að því að halda smá teiti fyrir okkar nánustu á fermingardaginn.

Heiðdís er náttúrulega komin með facebook síðu eins og þorri þjóðarinnar (og við öll í fjölskyldunni reyndar líka - nema Elín KatrínWink) Undirrituð á það til að gleyma sér við fésbókarlestur, sem er auðvitað ekkert annað en helv. tímaþjófur. Etv. ein ástæða þess hve ég heimsæki bloggið orðið sjaldan.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi svona aðgerð á innfallinni bringu (pectus excavatum) þá er um að gera að hafa samband. Eins bendi ég á bloggfærslur frá nóv-des 2007.

064 heiðdís með hatt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábært að heyra. Æðislegt að stelpunni gangi svona vel. Sendi ykkur mínar bestu kveðjur.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband