30.7.2008 | 17:11
Ég segi börnunum að þær séu góðar, þar sem þær haldi flugunum frá...
en ef satt skal segja er mér nú ekkert allt of vel við kóngulær. Allavega mætti vera soldið minna af þeim á pallinum hjá mér. Það er sko þvílíkur búskapur þar - alls kyns stærðir og tegundir. Við eitruðum fyrr í sumar - en þrautsegjan í þessum kvikindum er ótrúleg. Það sem hér er á myndinni er t.d. nýlega komið. Þúsund litlar kóngulær inn í vef, sem búið er að vefa í kringum litla kertalukt sem stendur úti hjá okkur. Jakk....ég þarf að koma þessu í burtu en er ekki alveg klár á því hvað best er að gera. Þarf líklega að verða mér út um annan skammt af eitri. Það er bara svo "ógeðslega" heitt í dag að ég nenni ekki í bæinn til að kaupa það.
Með hitabylgjukveðju.
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÆÆÆÆÆ er svo hrædd við þessi kvikindi.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.