8.6.2008 | 15:33
Sumarið er komið...
og nú vilja börnin fá að vera úti eins lengi og "lögin" kveða á um....eða þannig. Heiðdís María hefur minnt okkur foreldrana á það mjög reglulega undanfarnar vikur að nú megi hún sko vera úti til miðnættis á kvöldin. "Útivistarreglurnar segja til tólf" er hennar svar, þegar hún er beðin um að koma heim kl. 11. Hún er líka með það alveg á hreinu að það er árið sem skiptir málir, ekki afmælisdagurinn. Hún verður nefnilega ekki 13 ára fyrr en í desember. Auðvitað gegnir hún nú og kemur heim á þeim tíma sem henni er settur...enda ekki við hæfi að 12 ára komi heim EFTIR að mamma er sofnuð á kvöldin....
Hún Maddý blogg- og flickr-vinkona mín var að fjalla um þennan teljara í síðustu færslunni sinni og að sjálfsögðu VARÐ ég að prófa hann líka. Sniðugt dæmi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Uppeldi, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég man að það var oft erfitt að fara inn á kvöldin þegar enn var bjart.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 11:13
Auðvitað ráða foreldrarnir þessum reglum, og líka hvort krakkar megi vera lengur úti en til 24.00, þá eru krakkarnir á foreldranna ábyrgð, ekki ríkisins reyndar, en það er annað mál.
Þetta er svo ólíkt í bænum og úti á landi, hér t.d. mætti ég vera til lengur en tólf úti með vinum mínum, því maður veit eiginlega hverjir allir eru.
En hafðu það gott mín kæra!
E.s. Ég er sko enn að skamma mömmu...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.