24.4.2008 | 14:29
Gleðilegt sumar
Ég hef verið ósköp löt við að blogga undanfarið. Les þó reglulega skrif vina og renni yfir hvað iðnustu bloggararnir eru að segja. Er á námskeiði þessa dagana í photoshop og vefsíðugerð. Ofsalega gaman - en því miður lítill tími til að æfa sig :) Svo er eins og heilasellurnar séu ekki eins viðbragðsfljótar og þær voru í "gamla daga". Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég þarf að nota gleraugu í skóla....arg! En þetta eru smámunir hjá því hvað það er GAMAN að vera að læra - elska svona heilaleikfimi (hef sko ekki farið í ræktina allan mánuðinn). Ég held að það sé á margan hátt heilsusamlegra að þjálfa toppstykkið en maga, rass og læri þegar aldurinn fer að færast yfir. Ok, eða allavega sameina þessa þjálfun.
Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka veturinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinnn Gúnna mín,
Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.