29.3.2008 | 18:57
HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ HJÁ FÓLKI SEM GERIR SVONA??????
Elsta dóttir mín stundar nám við HÍ og sækir tíma í Ármúlanum. Hún á litla Nissan Micra bifreið. Fyrr í vetur kom hún að bílnum þannig að stór beygla var komin á bílstjórahurðina - líklegast hefur verið bakkað á hana. Í gær (föstudag) kemur hún svo að bílnum á stæðinu fyrir aftan skólann með stórskemmd á hinni framhurðinni. Það var sko enginn hurðarskellur eða aftanákeyrsla. Nei, ó nei. Það hafði einhver SPARKAÐ svona fast í hurðina. Það fer sko ekkert á milli mála þar sem vel mótar fyrir skósólanum á hurðinni. Ég læt fylgja hér með myndir af þessu.
Hvað er eiginlega að hjá fólki sem gerir svona lagað?? Er skemmdarfísn fólks engin takmörk sett? Dóttir mín er mikil rólyndismanneskja og á ekki í útistöðum við nokkurn mann. Hún var þó að vonum mikið pirruð, leið og reið, þegar hún kom heim. Því miður kallaði hún ekki til lögregluna og gaf skýrslu. Ekki að það hefði breytt nokkru. Skaðinn skeður - og sökudólgar/ur löngu flognir á brott.
Sem foreldri og uppalandi get ég ekki varist þeirri hugsun að hluti þess vanda sem blasir við okkur í þjóðfélaginu í dag er okkur - uppalendum - að kenna. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Erum við nógu dugleg að brýna fyrir börnum okkar t.d. að bera virðingu fyrir eignum sínum og annarra???? Sýnum við gott fordæmi?? Svari hver fyrir sig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Uppeldi | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki sammála um að "Svo læri börnin sem fyrir þeim er haft."
Ekki margir foreldrar sem eru að sparka í bíla eða eyðileggja eigur annarra, að börnum sínum áhorfandi.
Held frekar að þetta sé þjóðfélagið. Það er bara eingin virðing fyrir öðrum, eða af eigum annarra.
Hvorki af stjórnvöldum, ríkisbubbum, fjárfestum eða nokkrum.
Ég mundi hald að þeir sem spörkuðu í hurðina, séu fullorðið fólk.
Skólasystkin dóttir þinnar. Það er kallað að vera fullorðið að vera orðið 18 ára. Þá eru þau fjárráða og með kosningarrétt.
Semsagt, þau verða að athuga að leikir og hrekkir líðast ekki í heimi fullorðinna, og ekki er bæði haldið og fengið.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:34
Mér finnst virðing gagnvart eigum annara og bara á milli manna vera á hraðri niðurleið.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:53
Það er miður þegar eyðileggingar náttúran er orðin alsráðandi og ekkert virðist vera að gera nema skemma eigur annarra, ráðamenn ættu alvarlega að fara að skoða einhverskonar þegnskildu vinnu fyrir ákveðin aldurshóp fólks, nokkurskonar herskyldu en vopnlausa að sjálfsögðu þar lærðu ungmenni að taka tillit og ábyrgð á sínum gerðum og eigum annarra.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 30.3.2008 kl. 12:43
Já, ég hugsa oft á þessum nótum líka. Hvað er að fólki sem gengur um bæinn og sprautar málningu á hús annarra og brýtur flísar utan af húsum. Ég hef aldrei fengið neitt út úr því að skemma hluti og skil ekki skemmdarfýsn.
Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.