Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegtár í rammaKæru vinir og vandamenn - og aðrir sem þetta lesa. Gleðilega hátíð.

Þá er nýja árið komið - með hvelli, svona veðurfræðilega séð! 

Heiðdís okkar hefur það bara fínt, miðað við aðstæður. Farin að geta sofið á hliðinni og það munar mjög miklu fyrir hana. Þarf enn að taka verkjalyf, en miklu minna og stundum jafnvel bara eina töflu á dag. Halo

 Jólin gengu sinn vanagang hér í Mosó. Fórum ma. í Smáralindina fyrir jólin og sáum þar þessa fínu skemmtun á sviðinu í Vetrargarðinum. Á Þorláksmessu fórum við mæðgurnar saman í miðbæinn, borðuðum saman og röltum Laugaveginn - og þá var fröken Heiðdís orðin ansi þreytt. Hún og Elín sátu td. í stiganum inni í Mál og Menningu meðan við Guðný skoðuðum vöruúrvalið. Gaman samt að fara svona aðeins í bæinn og hitta fólk, enda veðrið ágætt þó kalt væri. Það er soldið að þjaka Heiðdísi; kuldinn. Hún er ekki með mikla einangrun sjálf utan á sér, þannig að það er stutt inn í stálið! Gafst td. fljótt upp í gönguferð sem við fórum í á annan í jólum. Annars voru jólin ósköp dæmigerð: pakkaflóð, borðað (of mikið) legið í leti yfir sjónvarpinu, lesið o.s.frv. - þið vitið, þessi "týpísku" jól. Það verður reyndar átak að "snúa við sólarhringnum" því dæturnar á heimilinu eru orðnar ansi morgunsvæfar og vaka lengi frameftir. Ég til dæmis heyri hlátrasköll í Heiðdísi úr kjallaranum núna þegar þetta er ritað klukkan að verða þrjú á nýársnóttSmile

Það viðraði nú ekkert sérlega vel til flugeldanotkunar fyrr í kvöld hér á höfuðborgarsvæðinu. Heiðdís er algjör "púðurkerling" og hefur alltaf verið. Var farin út fyrr í dag að sprengja froska og hvað þetta nú allt heitir. Bjarki sprengdi nokkrar glæsitertur um miðnætti, en þar sem þá var orðið ansi hvasst og fullt eftir af svona "litlu" dóti er Heiðdís búin að ákveða að geyma það til morgundagsins. Verð samt að segja ykkur "brandara" kvöldsins. Er kannski svo sem ekkert til að hlæja að en samt.... Þegar lætin voru sem mest hér í götunni í sprengingunum sagði Heiðdís við pabba sinn (undirrituð heyrði það ekki, var upptekin í myndatökum!) "Ég ætla að fara inn - það NÖTRAÐI Í MÉR BRINGAN". Hún fann sem sagt víbringinn inní sér í spönginni!!! Ótrúlegt, en satt.Wizard

IMG_3985

Heiðdís með stjörnuljós á gamlárskvöld

Við eigum tíma í endurkomu hjá  lækninum þann 9. janúar. Hún byrjar að öllu óbreyttu í skólanum á mánudaginn, þótt ekki megi hún fara í leikfimi eða sund til að byrja með.

Það er sem sagt allt á beinu brautinni og batinn eðlilegur. Hvað meira er hægt að biðja um? Við göngum því brosandi inn í árið 2008.

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGT NÝTT ÁR MEÐ ÞÖKKUM FYRIR HIÐ LIÐNA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Yndislegar hendingar sem stundum hljóma af vörum barnanna... hahaha
Óska ykkur gleði, friðar og endalausrar hamingju á nýja árinu.

Gott að heyra að Heiðdís er öll að koma til. 

Linda Lea Bogadóttir, 1.1.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband