Helgin 8.- 9.des

Dagar nr. 9 og 10 í dvöl okkar á Barnaspítala Hringsins eru nú liðnir. Helgin gekk ágætlega. Það var reglulega minnkuð morfíndeyfingin en afnframt aukið við verkjalyf í töfluformi. Hún fann að sjálfsögðu meira til - eftir því sem deyfing minnkaði. Seinni part sunnudags var svo "leggurinn" dreginn úr bakinu á Heiðdísi. Vei!Happy slöngulaus og naut  frelsisins með því að fara í smá gönguferð um húsið með pabba og Elínu. Prófaði stigana, en ég hef svona smá áhyggjur af því hvernig stigarnir heima muni leggjast í hana. Sjálfsagt óþarfa áhyggjur. Errm Allavega gekk þessi prufuferð ágætlega.

Enginn hefur lagst inn á stofuna með okkur síðan unglingurinn var flutt á einkastofu. Þvílíkur munur. Sleeping Ég gæti haft mörg og löng orð um það sem ég kalla "hönnunarslys" en læt það bíða betri vettvangs. Verð þó að segja að það er með ólíkindum að ekki hafi verið byggður barnaspítali, í upphafi 21. aldarinnar,  með einkastofum að megninu til!

Það hefur verið töluverður gestagangur til Heiðdísar um helgina. Nokkrar skólasystur hafa komið, tvær og tvær saman. Svo komu afi Bembi, Heiður og Rúna, afi Jón og amma Gugga og Ásdís og Laufey kíktu á sunnudagskvöld. Þær höfðu meðferðis nýbakaðar súkkulaðibita-smákökur sem Halli hafði bakaðW00tMmmmm. Já, það eru víst að koma jólSmile

Þegar þetta er skrifað er kominn mánudagur. Heiðdís sofnuð í sjúkrarúminu í 10. sinn.   Á morgun er heimferð. Þrátt fyrir nokkrar erfiðar stundir hefur allt gengið ótrúlega vel. Mikið óskaplega held ég þó að margir yrðu glaðir ef matseldin yrði hækkuð á örlítið hærra plan hér....jafnvel bara miklu hærra. Shocking Heiðdís hefur sjaldnast haft lyst á matnum. Það hefur mikið verið borðað af brauði - og tvisvar pantaðar pizzur. Á laugardagskvöldið sendi hún pabba sinn á MacDonalds og í kvöld fór ég á BSÍ og keypti laxabrauð handa dömunni. Það er "full service" á svæðinu LoL fyrir sjúklinginn!!!

Læt ykkur að fylgjast með hvernig heimferð gekk og batinn gengur.

IMG_2701

Magnea og Sandra komu

í heimsókn á föstudagskvöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða heimferð, Heiðdís mín! Yndislegt að heyra að allt virðist hafa gengið vel og ég óska þér góðs áframhaldandi bata.

Lilja frænka

Lilja Björk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband