7.12.2007 | 00:03
Dagur 7 - fimmtudagur
Bara örfá orð til að láta ykkur vita að allt gengur enn vel hjá Heiðdísi. Það var reyndar mjög lítið um svefn sl. nótt - en það var vegna utanaðkomandi truflunar :(
Hún fékk tvær heimsóknir í dag og við fórum í leikstofuna að föndra. Höfum reynt að vera sem mest frammi til að trufla ekki, þar sem Heiðdís er ekki rúmföst. Hún þreytist þó fljótt og þarf að hvíla sig. Í kvöld var svo sambýlingurinn flutt yfir á aðra stofu. Vonum innilega að Heiðdís verði ein á stofu fram að heimferð - sem er enn áætluð á mánudaginn. Feðginin ná vonandi góðum svefni í nótt.
Kærar þakkir til ykkar allra sem hafið heimsótt síðuna og sent góðar óskir og kveðjur. Heiðdís skoðar bloggið alltaf reglulega.
Bless í bili.
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm og jæja .
Allt hefur sinn gang í þessu lífi Heiðdís mín. Það er um að gera að hvíla sig og sofa nóg núna til að ná fyrr öllum þeim kröftum sem þú átt inni í sjálfri þér. Því að oft er besta lækningin við sjálf. Þ.e.a.s. ef við einbeitum okkur að því að ná bata þá er oft sem eitthvað yfirnáttúrulegt kraftar í okkur sjálfum leysist úr læðingi og við verðum heil heilsu fyrr en ella.
Skilaðu kveðju til mömmu og pabba.
Kær kveðja
Villi Kalli
Villi Kalli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:35
Hæ, hæ Heiðdís María og þið öll !
Mikið er gott að heyra að allt gengur vel og að Heiðdís sé að hressast, frábært !! Vonandi heldur allt áfram að ganga vel. Við mæðgurnar hér í Mosó höfum verið á leiðinni í heimsókn alla vikuna en Edda Steinunn var með ælupest og hita í byrjun vikunnar og í morgun lagðist mamman veik með sömu pest...... Ætlum að sjá til, viljum alls ekki smita Heiðdísi ! Verðum í sambandi um helgina.
Kærar kveðjur til fjölskyldunnar,
Helga og co.
Helga mamma Eddu Steinunnar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:18
Frábært að heyra hvað allt gengur vel, segi eins og Villi Kalli að svefninn og jákvæðar hugsanir hjálpa ofboðslega mikið til að ná góðum bata. Er nú líka alveg viss um jákvæðni þína Heiðdís mín, þú berð það utan á þér að vera jákvæð, dugleg og hjartahlý.
Óska þér alls hins besta og ég veit þú verður dugleg í endurhæfingunni ásamt því að gera öndunaræfingarnar sem eru svo mikilvægar.
Sofðu rótt í álla nótt mín kæra, dreymi þig vel og Guð verið með þér.
Ástarkveðjur til mömmu og fjölskyldunnar,
Hafdís
Hafdís (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.