3.12.2007 | 23:10
Dagur 4 - kvöld
Að velja sér diska í leikstofunni
Heiðdís hefur verið nokkuð hress í allan dag. Fær enn sama skammt af verkjalyfjum og það á ekkert að fara að "trappa" hana niður fyrr en seinna í vikunni. Hún fékk heimsóknir í dag. Amma og afi komu og einnig fjölskyldan af Bárugötunni. Pabbi og Elín komu seinni partinn og við fengum þær fréttir þegar kvöldvaktin mætti að ún þyrfti að skipta um stofu - fara af einkastofu yfir á tvíbýlisstofu!! Við vorum frekar leið yfir þessu öll sömul - sérstaklega þar sem búið var að segja að hún yrði á sömu stofunni allan tímann. Heiðdís tjáði sig nú lítið um málið, en auðséð að henni finnst þetta frekar fúlt.
Við stóðum því í flutningum um tíma á deildinni í dag. Það er enginn annar sjúklingur í hinu rúminu, enn sem komið er. Svona er lífið á sjúkrahúsinu - ekkert við þessu að gera. Mín er alla vega alsæl með að vera komin í tölvusamband við umheiminn og við Elín kvöddum hana á kafi í msn-inu um kvöldmatarleytið. Þau feðgin ætla að gista saman í nótt á nýju stofunni.
Heiðdís, Elín og Bjarki inni á nýju stofunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 4.12.2007 kl. 14:20 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilega allt að potast í rétta átt...eðlilega gengur það hægt að en þetta kemur allt
Ragnheiður , 4.12.2007 kl. 19:58
Hæ hæ Heiðdís mín
Gott að aðgerðin gekk vel og mikið rosalega ertu dugleg, algjör hetja
Hafðu það gott elsku engillinn minn
Kveðja Ragna
Ragna frænka (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.