3.12.2007 | 11:07
Dagur 4 - morgunn
Heiðdís er miklu hressari í dag. Ekki eins slæmir verkir og aðeins meira þrek. Borðaði reyndar mjög lítið í morgun. Það kemur! Fékk tvo lækna í heimsókn áðan. Allt eðlilegt - og nú á leiðin til bata bara að liggja upp á við. Vonum að það standist. Við erum búnar að fara í heimsókn á 1. hæðina í skólann og leikstofuna. Hún valdi sér og fékk lánaða diska. Í skólastofunni fékk hún krossgátur. Trilluðum svo til baka, þe. Heiðdís í hjólastól og ég ýtti stólnum með annarri og lyfja-súlunni með hinni. Hmmmmkemur allt með æfingunni, verð komin með meiraprófið í svona akstri fljótlega.
Pólski ræstitæknirinn var að störfum þegar komum til baka. Bað hana skúra/þrífa vel gólfið. Ekki skyldi hún eitt orð í íslenskunni - látbragðið kemur sér vel. Heiðdís steinsofnuð. Búin á því eftir brölt morgunsins. Þarf að safna kröftum. Komin með tölvu inn á stofu og getur nú spjallað við vini og vandamenn á msn.
Bless í bili.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Heiðdís María og þið öll.
Það er frábært að heyra að allt er á rétti leið. Hugsum til ykkar. Kveðja úr mosó
Sædís og co
Sædís Gísladóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:17
Hææj Heiðdís
Gott að þú ert loksins farin í þessa aðgerð ! Ég meina að það er ekkert gaman að þér líði svona illa og hafir svona verki í bringunni, það er nú alls ekki gaman En gott að þér líður betur núna
Endilega bloggaðu um alla dagana á spítalanum og vonandi kemstu fljótt aftur heim ! Plz viltu láta mig vita þegar þú kemur heim?!
Er með 38,5 stiga hita og gubbupest ojj ! Fer ekkert í skólann á morgun og ég ætla að prófa þá að fara inná msn og gá hvort þú sért inná til að tala við þig ! Þú sefur nú samt svo mikið út ásamt því að þú þarft að sofa útaf aðgerðini þannig ég ætla ekki að fara voðalega snemma á msn...
Þarftu að vera í hjólastól ?! Þú ert nú samt svo létt að það er ekkert erfitt að ýta þér !
En jæja... hlakka til að sjá þig !!!
Kveðja Edda Steinunn...
P.S. Þegar ég er orðin frísk og þér líður vel get ég komið að heimsækja þig á spítalann...
Edda Steinunn (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning