2.12.2007 | 23:17
Dagur 3 - frh.
Dagur að kvöldi kominn. Heiðdís sefur. Hún hefur átt frekar erfiðan dag. Heiður og Rúna komu í heimsókn um hádegið, en Heiðdís gat lítið talað við þær. Þær fóru fljótlega eftir að við Elín komum og buðu þeirri stuttu með sér í bíltúr og á veitingastað! Laufey frænka ætlaði að koma, en ég hringdi og stoppaði þau af. Ekkert vit í að fá heimsókn, þegar maður er ekki alveg með á nótunum. Verkirnir hafa aðeins minnkað, en morfínblandan hefur verið aukin úr 6 ml. í 7 ml. á klst. Engin matarlyst enn aðeins nokkrar skeiðar af súpu í kvöldmatnum. Hefur þó drukkið tvö glös af malti og appelsíni. Hressir bætir kætirJ!
Bjarni læknir kom um kvöldmatarleytið og segir að allt líti vel út og það sé algengt að líðanin sveiflist fyrstu dagana eftir aðgerð. Bara taka verkjalyfin og fara varlega. Það kom líka sjúkraþjálfari tvisvar í dag. Minnti á mikilvægi þess að þjálfa lungun með öndunaræfingum og fara varlega í hreyfingar. Fínt að geta sofið þrátt fyrir verki. Verst að geta ekki borðað. Hún þarf á orkunni að halda en vill ekki einu sinni orkudrykkL Fékk auka verkjalyf um 10 leytið. Mjög þreklítil og slæmir verkir í saumunum.
Okkur Bjarka finnst báðum erfitt að horfa upp á orkuboltann okkar svona veika. Hún sagði við mig í kvöld þegar henni leið sem verst æ, af hverju gat ég ekki bara fæðst venjuleg?
Vonandi að hún verði hressari á morgun.
Með Skottu Lottu kvöldið fyrir aðgerð
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku stelpan mín - uppáhaldsfrænka og hetja,
vona að þú sofir vel og svo verði hver dagur betri héðan í frá.
Sjáumst á morgun
Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 00:08
Kæra Heiðdís !
Það er gott að heyra að vel gekk og að þú ert svona dugleg. Þú ert nú líka ansi heppin - að eiga þessa mömmu og alla hina í fjölskyldunni sem hugsa vel um þig nú sem endranær.
Sendi þér mínar bestu kveðjur og hugsa hlýtt til þín og vona þér batni hratt og vel.
Hlakka til að sjá þig þegar þú verður kominn á fulla ferð aftur.
Bergþóra - Ásdísar systir
Bergþóra Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:17
Hæ hæ Heiðdís mín ! Mikið rosalega er gott að þetta er búið og allt gekk vel. Þú stendur þig ekkert smá vel :) Gangi þér vel dúllan mín og láttu þér batna...... Bestu kveðjur, Berglind kennari
Berglind Inga Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.