Dagur 2

Svona líður mér

Hetjan okkar litla stendur sig SVO vel. Hún er með stanslausar kvalir, en fær morfín og önnur verkjalyf til að deyfa þær. Fyrsta nóttin gekk svo sem ágætlega miðað við aðstæður. Það er alltaf verið að bæta í leggina og athuga með líðan, þannig að eins og allir sem dvalið hafa á sjúkrahúsi í einhvern tíma vita, er aldrei alveg ró og friður. Við náðum reyndar báðar að sofa aðeins í morgun, eftir að Heiðdís hafði vaknað með mikla ógleði og kastaði upp í kjölfarið.

Situr í fyrsta skipti eftir aðgerðBjarki og Elín komu um ellefuleytið og stuttu síðar fengum við sjúkraþjálfara í heimsókn. Hún kenndi Heiðdísi hvernig hún á að bera sig að við að setjast upp og standa á fætur. Það má engin beygja eða hnykkur koma á líkamann. Mín dama settist svo upp - stóð á fætur og rölti fram á klósett, sem er hinum megin á ganginum - (eiginlega það eina sem hægt er að setja út á deildina, að ekki sé wc á herberginu) - með alla vökvapokana og flöskurnar hangandi í stöng í eftirdragi. Þvílíkur lúxus sem henni fannst þetta, að geta loks pissað í klóið en ekki "bekken"Blush. Hún hefur svo  endurtekið þetta nokkrum sinnum í dag. Amma Gugga og afi Jón komu tvisvar í stutta heimsókn og Halli og Ásdís komu líka.

 

Staðin á fæturAllt þetta brölt á skvísunni er talið mjög jákvætt og þegar sjúkraþjálfarinn kom í seinni heimsókn dagsins, gaf hún henni 10 í einkunn fyrir dugnaðSmile En stundum þurfa litlar hetjur að slaka á. Með kvöldinu voru verkirnir orðnir mjög slæmir og öndunin erfið. Hún fékk auka skammt af morfíninu og var hlustuð og skoðuð af lækni á vakt. Allt í góðu með lungun, sem betur fer. Vonandi bara að hún nái að sofa vel og safna kröftum í nótt. Við Elín heima. Pabbi hjá Heiðdísi.

Nýjar myndir í albúmi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Vá, þetta hefur verið rosalega aðgerð núna byrjar hún að ná sér aftur, hugsa sér hvað er hægt að gera í dag, til hamingju með hetjuna, til að geta sofið á sjúkrahúsi er gott að hafa slakandi hljóð í ipod, sem er róandi, það getur örugglega einhver getað reddað slíku.  Gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur öll og varðveiti.

Linda, 2.12.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Frábært að allt gekk vel og gott að þetta er afstaðið
Bestu batakveðjur til hennar.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband