Þá er komið að því

Fórum í morgun á spítalann í lokaundirbúning. Það var dregið blóð úr Heiðdísi og síðan kom Bjarni læknir og ræddi við okkur. Aðgerðin verður framkvæmd í fyrramálið, föstudag.

IMG_2277

 

Við fengum að skoða stofuna sem Heiðdís verður á eftir aðgerðina. Hún er mjög ánægð með að fá einkastofu (við foreldrarnir líka). Ólöf deildarhjúkrunarfræðingur sýndi okkur aðstöðuna og er hún mjög fín. Stór og fín stofa með sófa fyrir aðstandendur til að sofa á, sjónvarpi og ýmsum afþreyingartækjum, td. DVD og playstation. Ólöf sagði Heiðdísi að hún mætti bara hreiðra um sig eins og hún vildi á stofunni, þá daga sem hún dvelur.

Heimsóknin í morgun tók um eina klukkustund. Eftir það  fór daman í skólann, að öllum líkindum síðasti skóladagurinn á þessu ári. Það er árshátíð hjá 7. bekk í kvöld og mín ætlar að sjálfsögðu að mæta! Bara fínt að hafa eitthvað fyrir stafni og dreifa huganum. Síðan tekur við fasta frá miðnætti og svo er mæting snemma í fyrramálið.

Næstu fréttir að lokinni aðgerð Smile

collage3

Heiðdís lærði meðan við biðum

Tilbúin fyrir blóðprufuna

Dælt í nokkur glös

Bjarni skoðar Heiðdísi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi gæfan fylgja ykkur á morgun og alla tíð !

Fjóla (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:21

2 identicon

Dugnaðarforkur ertu Heiðdís -

veit að þetta mun ganga vel

 knús frá okkur á Bárugötunni

Ásdís (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:41

3 identicon

Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur.

Gúnna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:06

4 identicon

Hæ sætasta

Þá er stóri dagurinn á morgun, gangi þér vel engillinn minn. Ég sendi hlýja strauma til ykkar í fyrramálið. 

Stórt knús og kiss kiss

Frá Rögnu frænku og co

Ragna frænka (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:39

5 identicon

Elsku Heiðdís mín, þetta verður sko búið áður en þú veist af og mikið samgleðst ég þér þegar þetta er allt yfir staðið og þú getur farið í sundið aftur. Þú ert svo dugleg stelpa finnst mér - vona að þú hafir skemmt þér vel á árshátíðinni.

Ég bið svo hjartanlega að heilsa mömmu og segðu henni bara að þetta verði sko allt í þessu fína - þú ert í góðum höndum og ég verð með hugann hjá þér í fyrramálið og við uppvakninguna.

 Kær kveðja,

Hafdís í Firðinum. 

Hafdís Joð. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:25

6 identicon

Gangi ykkur allt í haginn á morgun.

 kv

Hjalli & co

Hjalli & co (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:33

7 identicon

Hæ, hæ

Heiðdísi þú er með góð og kröftug GEN þannig að þetta verður ekkert mál fyrir þig. Verður farinn að hoppa og skoppa áður en þú veist af!!!  

Óska þér alls hins besta. Flott hjá þér Guðmunda að blogga um málið.

Best kveðjur

Villi Kalli

Villi Kalli (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:56

8 Smámynd: Gúnna

Takk kærlega fyrir innlitið elsku vinir og vandamenn. 

Gúnna, 30.11.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband