Afmælið

Þegar maður er að verða 12 ára og framundan er spítalalega á afmælisdaginn er auðvitað bara eitt í stöðunni. Halda uppá afmælið fyrirfram. Það hefur Heiðdís nú gert - í tvígang. Skólafélagarnir komu í heljarinnar kjallarapartí. Snakk og nammi, gos og pizzur - og horft á mynd. GG, eins og Heiðdís orðar það (fyrir þá sem ekki vita þýðir það geggjað gaman).Grin

Síðan var 2. í afmæli á laugardaginn. Þá bauð hún tveimur æskuvinkonum, Eddu og Írisi. Þær fóru í  Keiluhöllinna, þar sem afmælisbarnið náði hæsta skori! (Elín litla systir fékk að vera með og var næstum búin að slá þeim öllum við, híhí) Síðan lá leiðin í Smáralindina. Þar var borðað á Burger King og að lokum  fór hin heilaga þrenning í bíó. Mikið stuð og stemmning, kjaftað og hlegiðLoL.

Nú styttist í föstudaginn. Enn höfum við ekkert heyrt frá spítalanum - ættu að hringja í síðasta lagi á morgun (miðvikudag) til að boða okkur í lokaundirbúning á fimmtudag.

Með vinkonum                              afmælismósaík

Heiðdís, Íris og Edda í keilu.                                            Afmælisbarnið ásamt skólafélögum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara að óska ykkur og henni  Heiðdísi góðs gengis í aðgerðinni. Rakst á þessa síðu á mbl.is.  Á sjálf dóttur fædd sama dag á sama ári og hljóta þær að vera jafn skemmtilegar, ljúfar og duglegar fæddur undir þessu sama merki.

Leitt að heyra með eineltið, krakkar eru svo miskunnarlaus.  Vonandi verður hægt að vinna á því.

 Kv. M

M (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Gúnna

Takk fyrir góðar óskir M. Skemmtileg tilviljun með fæðingardaginn. Til hamingju með 5. des. Nú eru þær að sigla inn í táninginn .

Gúnna, 27.11.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þér gengur örugglega vel í aðgerðinni Heiðdís María, þú ert meiri háttar flott stelpa og þú átt meiri háttar mömmu.

Ég er bogmaður eins og þú, á reyndar afmæli 14.des.og það er sko bardagafólk.

Kv.Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:34

4 identicon

Þvílíkt stuð og mér ekki boðið ...... sé að liðið er að sveifla sér inní unglingsárin af afli. Nú hefst stööööðið

Ásdís (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband