19.11.2007 | 22:34
Undirbúningur
Við fórum á Barnaspítalann í morgun í undirbúning fyrir aðgerðina. Byrjað á viðtali við hjúkrunarfræðing og lækni. Reyndar ekki Bjarna sem gerir aðgerðina þar sem hann er erlendis. Þetta er heljarinnar "prósess" sem þarf að fara í gegnum og fylla út mikið af eyðublöðum. Hæð og þyngd þarf að sjálfsögðu að vera alveg á hreinu fyrir svæfinguna. Svo var tekinn blóðþrýstingur og hjartsláttur. Allt var þetta gert á fyrstu viðtalsstofunni. Síðan hófst ferðalag um undirgangana.
Heiðdís þurfti að fara í hjartalínurit, sem er í aðalbyggingunni. Viðtal við svæfingalækni var einnig þar, bara á annarri deild. Síðan aftur út á barnadeild, en þar er sérstök röntgenstofa fyrir yngstu þjóðfélagsþegnana. Allt gekk þetta vel, en það borgar sig að hafa slatta af þolinmæði með í poka í svona ferli. Síðan fengum við skoðunarferð um Barnadeildina. Þar er ma. á 1. hæð kennslustofa með öllu tilheyrandi og kennari alltaf til staðar. Einnig afþreyingarherbergi/leikherbergi. Á annarri hæðinni, þar sem legustofurnar eru, má ma. finna sérstakt unglingaherbergi og herbergi fyrir aðstandendur. Mjög huggulegt allt saman og rólegt og þægilegt andrúmsloft.
Eftir að hafa kvatt hjúkrunarfræðinginn á deildinni tók við annað undirgangsferðalag. Nú lá leiðin yfir í kjallara Eirbergs (gamla hjúkrunarskólahússins). Þar var frökenin mynduð í bak og fyrir og er það að beiðni læknis til að eiga fyrir og eftir myndir af henni.
Þessi heimsókn tók um 3 klukkustundir, en við þurfum að fara aftur sólarhring fyrir aðgerð. Þá verða teknar blóðprufur og væntanlega hittum við þá Bjarna Torfason lækni. Enn er ekki komin endanleg dagsetning. 30. nóvember er líklegastur.
1.Beðið í anddyri 2. Blóðþrýstingsmæling
3. Með pabba að bíða eftir röntgenmynd 4. Risabangsi á barnadeildinni
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Barnið verður í öruggum höndum.
Heidi Strand, 19.11.2007 kl. 22:58
Allt tekur þetta tímann sinn.
En betra að það sé vandað til verka.
Ásdís (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:37
Alveg ókunnug og rakst hingað inn, fyrst ég er komin þá vil ég senda ykkur baráttu og batnaðarkveðjur til fallegu stúlkunnar ykkar.
Reyni að fylgjast með ....
Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 01:55
Gangi ykkur vel. Ég mun senda til ykkar góða strauma
Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 09:10
Bestu þakkir fyrir falleg orð og góðar kveðjur.
Gúnna, 27.11.2007 kl. 10:08
Kæra vinkona og þið öll.
Baraáttukveðjur til ykkar. Við vitum hvað það er að fara í gengum þetta prósess sem aðgerða á spítala er, en hún Heiðdís er í góðum höndum þar sem hann Bjarni Torfason mun sjá um hana, hann er meirihátta klár læknir.
Bestu kveðjur Guðmunda og co.
Guðmunda Ingim (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.