Færsluflokkur: Heilbrigðismál
11.6.2012 | 12:45
Frístundaávísanir fyrir börn og unglinga
voru sannarlega gott framtak - en reglurnar eru undarlegar.
Ekki er hægt að nýta þær nema borgað sé fyrir lágmark 10 vikna íþróttaástundun (eða aðra frístundaiðkun).
Dóttir mín var að byrja á cross-fit námskeiði hjá World class. Þetta er 4 vikna námskeið - æft þrisvar í viku. Þótt hún tæki tvö námskeið saman, er ekki hægt að nota ávísunina upp í námskeiðskostnað, þrátt fyrir að þá væri hún að mæta á 24 æfingar. Aftur á móti ef hún æfði t.d. dans, einu sinni í viku í 12 vikur væri hægt að nota ávísunina upp í greiðslu.
Það var athyglisvert að hlusta á samtal tólf ára vinkvenna í morgun um þessi mál. Ég hafði það á orði að þegar ég var á þeirra aldri þurfti ekki að borga til að æfa handbolta (sem ég gerði í 10 ár); heldur var þakkað fyrir að krakkar vildu koma og spila með. Þá segir ein þeirra: já, það er kannski ekkert skrýtið að íslenskir krakkar séu að verða með þeim þyngstu í heiminum! Síðan ræddu þær þetta sín á milli um stund og voru greinilega meðvitaðar um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlunum upp á síðkastið. Án þess að ég nefndi það einu orði tengdu þær saman þyngdaraukningu barna við verri fjárhagsstöðu foreldra. Meira að segja heyrði ég þær segja "...já og svo er sko óholli maturinn oft miklu ódýrari en þessi hollari".
Er ekki öll hreyfing af hinu góða? Er ekki mál til komið að endurskoða reglurnar varðandi notkun frístundaávísana? Það eru ekki öll börn sem vilja æfa hópíþróttir (þar sem æfingar eru jú lengur en í 10 vikur). Með rýmkuðum notkunarreglum á þessum annars ágætu ávísunum væri hægt að stuðla að aukinni hreyfingu barna og unglinga.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 12:25
Þá er komið að því
að fjarlægja stálspöngina úr brjóstkassa Heiðdísar Maríu. Aðgerðardagur hefur verið ákveðinn 7. desember.
Það stóð fyrst til að gera þetta ekki fyrr en eftir áramót, en þar sem daman hefur verið með ansi mikla verki um tíma við festingar öðrum megin, ákvað Bjarni læknir að drífa bara í þessu - enda þrjú ár liðin, sem er sá tími sem miðað er við. Þessi aðgerð er eins og gefur að skilja töluvert minni en sú fyrri og þarf hún jafnvel ekki að vera nema eina nótt á spítalanum. Svo kemur bara í ljós hversu langan tíma tekur að jafna sig á eftir.
Þessi mynd er tekin í desember 2007, þegar Heiðdís settist upp í fyrsta skipti eftir aðgerðina.
Það er kannski þversögn í því - en Heiðdís María hlakkar þvílíkt til að fara í þessa aðgerð ... og nú er bara tæp vika í það.
Litla 12 ára stelpan sem fór í aðgerðina 2007 er orðin 15 ára unglingur
Það er því alveg ljóst að upphaf aðventunnar mun ætíð minna á Barnaspítalann... læt ykkur fylgjast með.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gúnna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar