Færsluflokkur: Kvikmyndir

Til hamingju með titilinn, Guðný Halldórsdóttir, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Hún er vel að þessum titli komin og spaugilegt hjá henni að kalla sig atvinnu-Mosfelling.

Það hefur heldur betur gustað með vætu og vindi hér í sveitinni það sem af er hátíðinni Í túninu heima. Nú er hins vegar að bresta á með brakandi blíðu og því ættu hátíðahöld kvöldsins að geta farið fram utandyra eins og til stóð.

Hvet bloggara til að bregða sér í Bæjarleikhúsið og sjá Ýkt kominn yfir þig. Næstu sýningar verða miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. sept. kl. 20.


mbl.is „Atvinnu-Mosfellingur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var svo gaman í kvöld

mammamiaí bíó með dætrunum. Við fórum allar saman á Mamma Mia. Það var næstum fullur salur af fólki og stemmningin var hreint ótrúleg. Reyndar sat hann Pacas (og Beggi) á sama bekk og við og hann hefur alveg ótrúlega smitandi hlátur. LoL  Yngsta dóttirin (8 ára) var nú ekki alveg að fatta alla brandarana - en skemmti sér samt konunglega.

Það er ekki oft að heill salur sitji yfir kreditlistanum rúlla í lok myndar í íslensku kvikmyndahúsi. Þannig var stemmningin í kvöld og ekki nóg með það, heldur var klappað í takt við tónlistina og gott ef maður heyrði ekki einhverja raula líka. Whistling

Ég er náttúrulega af AbbA kynslóðinni og fílaði myndina í ræmur. Þrátt fyrir misjafna dóma gagnrýnenda er hér á ferðinni einstaklega skemmtileg fjölskyldumynd. Mæla sko hiklaust með henni. Það eina sem "böggaði" mig var að sjá og heyra Bondinn gamla (Pierce Brosnan) syngja, sérstaklega þegar varahreyfingarnar voru ekki í sinki við hljóðið. CoolMeryl Streep er hinsvegar BARA FLOTT.

Ég eyddi löngum tíma í að leita að AbbA diskum þegar heim var komið - því það fyrsta sem Elín (8 ára) sagði þegar við komum út úr salnum var: Mamma, eigum við ekki svona Mamma mia disk heima? Kissing Heimferðin fór í að segja börnunum sögu Abba frá Waterloo/Evróvision ævintýrinu og hvernig þessi mynd/leikrit varð til.

Ætli þröngu glansgallarnir verði tískan í vetur????Wink


Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband