Gleðilegt nýtt ár

gleðilegt ár 2010 lítil

Það er nú einhver veginn þannig að bloggið hefur horfið ofaní fésbókarfenið sem maður er farinn að svamla um í allt of mikið. Ég til dæmis stofnaði þetta blogg til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með framgangi mála hjá dótturinni þegar hún gekkst undir stóra og mikla aðgerð fyrir tveimur árum. Eins og fjölmiðlastaðan er í dag gæti ég  sent út fréttir af því í beinni á fésbókinni. Svo er daman að sjálfsögðu líka þar inni eins og flestir unglingar á landinu virðast vera. Facebook er hins vegar ekki eins "varanlegt" og bloggið - það er næstum eins og talað mál, líður hjá svo hratt að ef þú ert ekki að "hlusta" missirðu af umræðunni. Þetta er samt sem áður skemmtilegur miðill, en reynslan ein getur dæmt um hversu langlífur hann verður. Einu sinni var td. enginn maður með mönnum nema vera á MSN.

áramót 2009-2010 053

Annars er allt við það sama hér í Mosó. Skólinn byrjaður eftir jólafríi sem var eitthvað svo ótrúlega fljótt að líða. Ég er að fara í vetrarfrí eftir nokkra daga, sem á að nota til að klára síðasta verkefnið í fjarnáminu, taka myndir og vinna í myndum, auk ótal annarra hluta - eins og venjulega!.

Ætla að leyfa jólunum að hanga uppi þar til um helgina - og mæli eiginlega með því að fólk leyfi ljósunum að loga eitthvað frameftir ári!

Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár.Wizard

ps. Það er mjög meðvituð ákvörðun min að minnast ekki EINU orði hér á pólitík, hvorki Icesave né annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

Eins og talað út úr mínu hjarta =)

Facebook er eins og spjallrás og ef maður er ekki inni 24/7 þá missir maður af lestinni.

Ég er að fletta gömlum bloggfærslum hjá mér og rifjast upp ýmis atvik en vonlaust er að fletta í feisinu því það er allt horfið.

Alltaf gaman að lesa bloggfærslurnar þínar sem og margra annarra bloggvina.

Eigðu góðan dag.

Helga Linnet, 8.1.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gúnna

Höfundur

Gúnna

 

www.flickr.com/gudmunda

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 014
  • 014
  • 017
  • 020.CR2
  • 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 31075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband